Tuesday, March 15, 2016

Bali Volume III

Jæja,

dagarnir á Bali eru farnir að renna saman í eitt enda var allt þetta ferðalag eins og einn stór og langur draumur. Einn daginn ferðuðumst við út á land ef svo má að orði komast og eyddum deginum í lúxusvillu sem var líka spa eða eitthvað álíka. Veit ekki alveg hvað ég get kallað þetta himnaríki en þar eru sem sagt myndirnar teknar sem eru núna profile myndin mín á facebook og Cover myndin en ég heillaðist mikið af orkideutréi í garðinum.

Við hrópuðum bara upp yfir okkar af öllum lúxusnum og fórum í sólbað og svo í sundlaugina og nutum okkar til hins ýtrasta. Fengum svo himneskan hádegismat og tókum svo svokallaða kakóseremóníu þar sem eitthvað voða 70% eða ég held reyndar að það hafi verið 100% lífrænt balískt kakó var notað. Við blessuðum hvern bolla í ákveðnu ritúali og drukkum svo smá og chöntuðum. Allt mjög hippalegt og frábært. Leiddumst og allt. Dásamlegt. Apparantly þá eru teknar svona seremóníur heima einhvers staðar í Heiðmörk....

Anyhows, eftir allt þetta, þar sem við vorum í raun búnar að opna hjartastöðina þá var farið í hugarflug. Hvað viljum við vera? Hvað viljum við gera? Skrifuðum þetta allt niður. Mmmmm Mmmm...

Eftir þetta allt fórum við í göngutúr um hrísgrjónakrana sem var athyglisvert. Fengum í lokin hrísgrón gefins sem voru ræktuð á akrinum. Ég smakkaði þau í gærkvöldi og þau eru rosalega góð:) Ein af kennurunum veiktist þvi miður og fór og spítalann. Kom í ljós að hún hafði fengið tvær matareitranir..:/

Fyrir ofan er fyrst mynd af hrísgrjónaakrinum, svo af chilitré (eða eitthvað álíka) sem við gengum framhjá. Svo er hérna líka mynd af mér loving it á þessu resorti. Man að ég var dáldið þreytt á þessari mynd. Það er ekki tekið út með sældinni einni saman að vera gyðja;) Allavegana, keyrðum svo heim í myrkri. Sælar að innan sem utan.

Mig minnir reyndar að dagurinn fyrir þennan dag hafi verið erfiðasti dagurinn. Þá var ég svo þreytt. En það var sem sagt dagurinn þar sem við vorum teknar á beinið um það sem angraði okkur í lífinu. Við fengum góðar útskýringar á af hverju það stafaði og hvað við gætum gert í framhaldinu. Eftir það, og þetta gerist víst alltaf, verða gyðjurnar (við) svo þreyttar að þær þurfa restina af deginum til að jafna sig. Það átti við um okkur líka. Í mínu tilfelli ákvað ég að verðlauna mig fyrir andlega erfiðið með að nota voucherinn minn í nuddið sem var svo bara besta nudd sem ég hef á ævi minni fengið. My God. Allt svo dásamlegt þarna. Maður hvíldi sig fyrir nuddið í þess til gerðum bekk fyrir utan með fordrykk sem var svona einhver agúrku-hollustudrykkur og fékk alla athyglina. Ekki amalegt. Svo eftir nuddið fékk maður lika að hvíla sig eftir allt erfiðið á sama bekk en núna með te-i með hunangi.

Mmmmm MMmmmm Mmmmmm.  

No comments: