dagarnir á Bali eru farnir að renna saman í eitt enda var allt þetta ferðalag eins og einn stór og langur draumur. Einn daginn ferðuðumst við út á land ef svo má að orði komast og eyddum deginum í lúxusvillu sem var líka spa eða eitthvað álíka. Veit ekki alveg hvað ég get kallað þetta himnaríki en þar eru sem sagt myndirnar teknar sem eru núna profile myndin mín á facebook og Cover myndin en ég heillaðist mikið af orkideutréi í garðinum.
Við hrópuðum bara upp yfir okkar af öllum lúxusnum og fórum í sólbað og svo í sundlaugina og nutum okkar til hins ýtrasta. Fengum svo himneskan hádegismat og tókum svo svokallaða kakóseremóníu þar sem eitthvað voða 70% eða ég held reyndar að það hafi verið 100% lífrænt balískt kakó var notað. Við blessuðum hvern bolla í ákveðnu ritúali og drukkum svo smá og chöntuðum. Allt mjög hippalegt og frábært. Leiddumst og allt. Dásamlegt. Apparantly þá eru teknar svona seremóníur heima einhvers staðar í Heiðmörk....
Anyhows, eftir allt þetta, þar sem við vorum í raun búnar að opna hjartastöðina þá var farið í hugarflug. Hvað viljum við vera? Hvað viljum við gera? Skrifuðum þetta allt niður. Mmmmm Mmmm...
Eftir þetta allt fórum við í göngutúr um hrísgrjónakrana sem var athyglisvert. Fengum í lokin hrísgrón gefins sem voru ræktuð á akrinum. Ég smakkaði þau í gærkvöldi og þau eru rosalega góð:) Ein af kennurunum veiktist þvi miður og fór og spítalann. Kom í ljós að hún hafði fengið tvær matareitranir..:/
Fyrir ofan er fyrst mynd af hrísgrjónaakrinum, svo af chilitré (eða eitthvað álíka) sem við gengum framhjá. Svo er hérna líka mynd af mér loving it á þessu resorti. Man að ég var dáldið þreytt á þessari mynd. Það er ekki tekið út með sældinni einni saman að vera gyðja;) Allavegana, keyrðum svo heim í myrkri. Sælar að innan sem utan.

Mmmmm MMmmmm Mmmmmm.
No comments:
Post a Comment