Ok.
Þetta var sem sagt síðasti dagurinn minn. Ég tékkaði mig út af hótelinu um hádegið og fór svo á vit ævintýranna. Ég átti pantaðan tíma hjá Sandy held ég að hún heiti og lagði af stað eftir að hafa fengið lauslegar leiðbeiningar. Þetta var nú meira ævintýrið.
Beygði upp þrönga hliðargötu út frá aðalgötunni eða svoleiðis í þvílíkum hita og raka. Það var örugglega yfir 30 stiga hiti og 80% raki, var að svitna þvílíkt að ég átti bara bágt. Ég átti að labba í u.þ.b. 5 mínútur þangað til ég sæi hvítt lótusblóm á vinstri hönd. Sá loksins eitt mjög lítið lótusblóm en allir Balibúarnir sem ég talaði við komu af fjöllum og vissu ekkert hvað ég var að tala um. Ég var sem sagt týnd og 5 mínútur í tímann. Fór inn á eitt kaffihús að reyna að finna wifi en maður þurfti alltaf að fá password á hverjum stað fyrir sig. Hún var nú ekkert yfir sig hrifin konan á þessu kaffihúsi svo ég spurði túrista þarna og fékk smá leiðbeiningar. Hélt sem sagt bara áfram og sá þá loksins stórt hvítt lótusblóm og labbaði skv. leiðbeiningunum þar inn til vinstri.
Loksins, loksins var ég komin á réttan stað þó ég vissi það ekki. Þetta var allt draumi líkast. Svona eins og maður sé í bíómynd. Spurði sem sagt konuna til vegar en þá var ég komin til hennar. Þetta var Sandy. Hún móðgaðist smá þegar ég sagðist vera að leita að "the fortune teller." Hún sagðist sko ekki vera neinn fortune teller! Hún læsi aftur á móti í tarrot spil.
Svo byrjaði ballið. Hún náði í tarrotstokkin og stokkaði honum aðeins upp. Bað mig síðan um að skipta bunkanum í þrjá bunka og svo lagði hún stokkinn á borðið og breiddi úr spilunum. Fyrst dró ég eitt spil sem táknaði mig sjálfa.
Þetta var æðislegt. Allt sem ég er búin að vera leita að í karlmönnum finn ég ekki þar heldur í sjálfri mér. Love myself. Trust myself. Alveg elskaði þetta spil. Dró svo spil fyrir fjölskylduna, Svan, vinnuna og fleira og þetta meikaði allt svo mikið sens. Talaði heillengi við hana og eins og Ósk sagði þá var hún meira og minna að staðfesta það sem Ósk sagði. Verð að finna það sem ég elska að gera og vinna svo við það. Dró svo fleiri spil og eitt þeirra var hún ekki ánægð með og vildi helst snú því við sem hún gerði. Það var bara gott af því að það sem þetta spil táknaði á alls ekki heima í mínu lífi. Love it.
Ég var svo himinlifandi með þetta allt saman að ég flaut þarna út eftir að hafa faðmað konuna sem var gömul og ljóshærð og borgað. Brosti og hló og leið eins og Ástríði í samnefndum þáttum þar sem hún labbar í enda þáttaraðarinnar í lokaþættinum út úr steinsteyptu húsi í Borgartúni skælbrosandi og svo hamingjusöm að hún hoppar upp í loftið og þannig endar þátturinn og þáttaröðin. Nákvæmlega þannig leið mér. Sveif um í sjöunda himni og er varla komin niður ennþá.
Ást. Ást. Ást.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)

No comments:
Post a Comment