Þetta er mér svo minnistætt eftirá. Pældi ekkert svo mikið í þessu þarna. Vorum á námskeiði hjá Ósk sem kenndi okkur svo mikið. Vildi að ég hefði tekið þetta upp en ég skrifaði eins og ég gat niður. Þessi kona býr yfir svo mikilli visku enda er hún alvitur. Hún kenndi okkur meðal annars það að ef maður svíkur sjálfan sig, t.d. að vinna við það sem maður vill ekki vinna við, þá verða afleiðingar. Þessar afleiðingar geta komið í formi sjúkdóma. Meikar svo mikið sens.
Anyhows, hún hjálpaði okkur svo við að klæða okkur í særongana. Æ, ég er ábyggilega að skrifa þetta orð vitlaust enda veit ég eiginlega ekki orðið yfir þessi stóru sjöl sem maður hefur yfir sig að neðan frá mitti og svo er bundið með slæðu yfir mittið. Maður (konur) verða nefnilega að vera klæddar á þennan hátt þegar þær fara í vatnshreinsun hjá Idu. Ida er æðstiprestur.
Allavegana, hún tók rosa seremóníu sem hún kallaði "meditation" þar sem hún jóðlaði mikið á apparantly sanskrít og var rosa elegant og flott. Skvetti vatni og blómum út um allt. Við komum svo til hennar tvær og tvær. Við vorum fyrirfram búnar að ákveða tilfinningu sem við vildum losna við og vorum sem sagt að losa okkur við hana þarna á meðan hún sullaði vatni yfir okkur. Þetta var rosalegt. Myndirnar hér að neðan fann ég hjá vini mínum herra Google.com
Grenjuðum held ég allar eins og daginn sem við opnuðum okkur og áttum mikið heilaga stund saman. Þetta var gull, gullfalleg stund og mikið sem ég er þakklát fyrir hana. Átti svona heilaga stund með sjálfri mér. Þvílíkt ljós. Þvílík fegurð. (Namjahorengekjó.)
Fórum svo allar og hugleiddum saman. Fallegt. Fórum svo líka í göngutúr þarna út um allt sem var stórmerkilegt. Heyrðu nei, ég er að rugla, það var í sama göngutúr og þegar við löbbuðum um hrísgrjónaakrana sem leiðsögumaðurinn sýndi okkur þorpið þar sem hann bjó. Það var stórmerkilegt. Þau eru sem sagt hindútrúar og búa í mörgum húsum eftir ákveðnu skipulagi. Í norðri býr sá sem er elstur einn (minnir mig/eitthvað svoleiðis.) Eldhús húsið er alltaf í suðri. Svo búa fannst mér allir aðrir í kös í einu húsi sem mér fannst ekki mjög aðlaðandi.
Myndin hér fyrir ofan var reyndar tekin þegar við fórum í spa villuna þar sem kakóserómónían var haldin og hugarflugið eftir á og svo hrísgrjónaakursgöngutúrinn var tekinn. Þessi mynd var tekin í hrísgrjónaakursgöngutúrnum. Þessir stigaganga/músastigadæmi er svona dæmi sem er sett upp á ákveðinni hátíð hjá þeim sem er held ég eins og jólin hjá þeim. Í hindúatrú er þetta sett upp fyrir þá látnu svo þeir geti verið með eða eitthvað álíka. Á myndinni má einnig sjá Rannveigu. Hún er æði.
No comments:
Post a Comment