Sunday, April 17, 2016

ble

Bara ble...

ég er með mjög skrýtnar tilfinningar í sambandi við að vera fara hætta að vinna. Tímabundið að sjálfsögðu.

Á aðra höndina sé ég þetta alveg í hyllingum. Síðasta vika var erfið vinnulega séð og mikið álag í verkefnunum mínum sem ákváðu svona sirka fjögur þeirra að fara í algert fokk liggur við að sama klukkutímanum. Sveimhuga unglingurinn minn hjálpaði ekki til.

Ég var eiginlega undirlögð af stressi á fimmtudaginn og föstudaginn. Eiginlega bara þannig að ég mér leið illa og sá ekki fram úr þessu. 20 mínútna hugleiðsla á fimmtudagseftirmiðdeginum kom skapinu í lag og ég bakaði, eldaði og þreif sæl og rjóð eftir það en svo á föstudeginum byrjaði stressið aftur.

Mér finnst svo merkilegt og svo satt að stress sé plága 21. aldarinnar. Ég sé þetta alls staðar í kringum mig. Ég er sannfærð um að álag sé orsakavaldurinn að flestum sjúkdómum og mig langar til að vinna við eitthvað sem lagar stress en ekki eitthvað sem orsakar það. I feel very strongly about this. Ég er ekki viss um að kynslóð foreldra minna skilji allt þetta álag sem venjulegt fólk er undir þessa dagana.

Allavegana, það sem ég vildi sagt hafa er að þess vegna hlakka ég til að hætta að vinna tímabundið - af því að álagið minnkar.

Hins vegar hef ég verið atvinnulaus áður og veit þess vegna að þetta er ekkert æðislega gaman fyrir utan fyrstu dagana kannski. Kvíði því smá að hafa ekki nóg að gera og svona og fara kannski að leiðast en aftur á móti þá er þetta 1. júní sem er líklegast besti tíminn til að gera svona lagað.

Með von um betri viku framundan,

ykkar örvæntingafulla húsmóðir.

No comments: