Friday, April 1, 2016

Tregi

Hvað ætli ensku orðin yfir trega og angurværð séu?

Skrýtið. Stundum finnst mér ensku orðin alltaf best og finnst svo gott að tjá mig á ensku í tíma og ótíma en núna finn ég fyrir smá trega og dettur ekki enska orðið í hug.

En þetta er svona með þægindarammann. Ég á eftir að sakna hans. Er að tala um vinnuna.

Vinnan mín núna er svo þægileg fyrir mig og þess á ég eftir að sakna. Eftir að hafa verið í sömu vinnunni í 5 og 1/2 ár núna er hún orðin svo þægileg. Ég er með eigin bíl og ræð mér svona nokkurn veginn sjálf en það er helsti kosturinn sem ég sé hvað atvinnu varðar.


En... ef maður festist í þægindarammanum of lengi þá verður jú ekki nein framþróun.

Allavegana, gleðilegan fössara!

Mín er að fara ferma um helgina svo að helgin er undirlögð af því auðvitað. Þetta verður gaman.

Innilega til hamingju elsku Tinna mín með nýjustu prinsessuna! Yndislegt alveg:)

2 comments:

Tinnsi said...

Takk Svava mín!

Kúl pælingar með þægindarammann og markmið. Þetta er ekkert smá spennandi! Og inspirerandi. Veistu hvað þú ert að fara að gera? Langar þig að vera með bisniss?

Svava said...

Hæ:) nei, ég veit ekki nákvæmlega hvað ég ætla að gera en verð með krakkana í sumar og þá sértaklega þegar leikskólinn lokar hjá Guðrúnu Höllu í júlí....
Mér datt nú reyndar í hug ein svona bisness hugmynd í morgunyoganu...;)