Friday, April 29, 2016

blur

Nú er ég að drífa í því að hlusta á alla gömlu cd'ana mína áður en ég skila vinnubílnum. Það eru ekki svo margir diskar eftir en þessa vikuna er ég búin að vera með blur á fóninum.

Þessi hérna finnst mér ekkert spes núna. Lögin hálfþunglyndisleg og bara ble. Aftur á móti þessi hérna...
... finnst mér algert æði. Kann hann utan að og elska hann (hann geisladiskinn.) Þarna eru þeir klárlega upp á sitt besta. Algert yndi.

Ég var rosalegur aðdáandi, það verður nú bara að segjast eins og er. Var samt bara dáldið ein með þessa aðdáun mína á blur, var líka bara dáldið ein á þessum árum...

No comments: