Thursday, May 5, 2016

Takk elsku Tryggvi bro

Ég hringdi í Tryggva brósa seint á síðasta ári og spurði hann hvort hann ætti einhverjar bækur til að lána mér. Hann lánaði mér nokkrar, fimm held ég.

Núna var ég að klára þessa hérna:

Vá. Rosalega góð bók. Um þroskasögu ungs manns sem fer til hvað, Ítalíu, til að vinna við frægan rósagarð sem legið hefur í niðurníslu í langan tíma. Rosalega vel skrifuð bók. Grét nú ekki neitt yfir henni held ég. Eða jú, kannski nokkur tár, jú. Falleg er hún.

Mæli hiklaust með henni. Er bara leið að vera búin með hana. Það er þannig stundum með rosalega góðar bækur. Ég reyni að treina þær, spara, af því ég nýt þess svo að lesa þær en svo eru þær bara búnar allt í einu. Ooohhh....

No comments: