Sunday, May 15, 2016

Loksins!

Ok.

Ég ætlaði svo ekki að skrifa um þetta af því að ég skammast mín. Eeeen, here goes; Guðrún Halla er loksins alveg hætt með bleyju!

Hún varð þriggja ára núna 4. mars og ef ég hefði fengið að ráða hefði þetta gerst fyrir ári síðan. Eeeen afsökunin mín er þríþætt:

a) ég er búin að vera mjög þreytt síðan .... að ég varð ófrísk að Guðrúnu Höllu.
b) þetta er barn númer þrjú eða fjögur, fer eftir hvernig þú lítur á það og maður verður latari með svona hluti með hverju barni.
c) hún var bara ekki tilbúin fyrr en núna! Eftir því sem ég verð eldri og þroskaðri trúi ég meira á að vera ekki að þvinga börn til einhvers. Þetta er eins og með heimalærdóminn hjá Stefáni. Það liggur við að ég sé á móti honum því þetta skapar bara leiðindi og vesen hérna heima. Það tekur allt kvöldið/eftirmiðdegið að fá hann til að fara að læra. Hann vill það ekki, vill frekar leika og gerir þetta svo pirraður og þvert á móti hans vilja. Ég er farin að trúa því að fjölskyldusálin þurfi ekki á þessu að halda.

Ok. Ég er að réttlæta þetta með Guðrúnu Höllu aðallega af umhverfissjónarmiðum. Þetta er mjög spes en ég held að samfélagið og fjölmiðlarnir hafi hjálpað til með að ég hef þróað með mér svona umhverfismeðvitund (invironmental consiousness.) Mér verður til dæmis illt og líður illa ef ég sé mjög mengunarspúandi bíl. Sá svona bíl þegar ég var að keyra í Hafnarfirði um daginn. Hann var greinilega bilaður en það spúaðist kolsvartur mengunarreykur út um púströrið mjög óeðlegilega mikið og þetta fór svona út um allt. Ógeð. Ég held í alvörunni að mér myndi líða betur í sálinni ef ég sjálf myndi keyra rafmagnsbíl.

Really.

Æi. Annars er af mér að frétta að ég er með brotið rófubein. Það er ekki þægilegt. Það þurfti karlmaður að fara inn um óæðri endann til að ná í það og leitast við að koma þvi á réttan stað (þetta hékk og hangir allt til hægri.) Mér líður betur að því leiti að núna get ég labbað eðlilega en verr að því leiti að þetta er mjög aumt (rófubeinið) þannig að ég má alls ekki sitja á því og get ekki hugsað mér að hlaupa. Held ég þurfi að fara aftur:/

Já, og dagsetningin sem ég hætti í vinnunni er 23. júní. Eða dagurinn eftir það held ég reyndar. Mikið ofboðslega verður skrýtið að kveðja alla og skila bílnum, símanum og ipadinum og hafa svo enga atvinnu. Markmiðið er að vera komin með vinnu í ágúst og mantran mín er að hún verði með sveigjanlegum vinnutíma (Sigga Kling segir það meira að segja sjálf í stjörnuspánni fyrir maí mánuð að 9-5 vinna sé ekki minn tebolli) og helst að starfshlutfallið sé 80%. Ég er með stóra fjölskyldu.

Namaste.


No comments: