Saturday, May 28, 2016

gerjun

það er eitthvað að gerjast með mér.

Eftir að ég fór í heilun og svo á reiki námskeið og gerandi heilunaræfingarnar í kjölfarið er ég farin að skynja svo vel að ég er ekki á réttum stað. Ekki bara í lífinu heldur líka bókstaflega.

Erum búin að búa hérna í Stigahlíðinni síðan Guðrún Halla fæddist og ég hef aldrei verið að spá í því að við erum alveg við Miklubrautina. Hef bara "zone-að" umferðarniðinn út ómeðvitað. Svo núna allt í einu þá heyri ég umferðarniðinn svo vel og svo mikið að mig langar bara burt.

Mig langar bara burt frá miðjunni þangað sem umferð er lítil og allt er rólegt. Helst bara út í náttúruna.

Mikið skil ég foreldra mína vel þegar þau fjárfestu í sumarbústað í Borgarfirðinum með vinahjónum sínum. Manni er farið að langa í griðastað í burt frá stressinu og látunum og umferðinni hérna í borg óttans.

Mér er það óskiljanlegt núna hversu mikil óhemja ég var á unglingsárunum. Þá langaði mig bara að vera í borginni og fannst kvöl og pína að þurfa að fara á Bláberjahæðir (strawberry fields forever.)

Elsku pabbi og elsku mamma. Fyrirgefið.

Ég hef ákveðið að sjá vel um ykkur í ellinni til að reyna að bæta upp fyrir gamlar syndir.

Sorry með mig.

P.s. minnir að foreldrar mínir og vinir þeirra hafi talað um Bláberjahæðir enda var mikið um bláber þarna og einu sinni varð ég veik af því ég borðaði of mikið af þeim en finnst endilega eins og það hafi verið tilvísun í Bítlalagið Strawberry fields forever.....

No comments: