Tuesday, May 31, 2016

Coccydynia

Væl. Ái. Ái. Á, á, á.

Aumingja ég. Ok, þetta er sem sagt vælfærsla sem best er að sleppa að lesa en ég verð bara að væla.

Mér er svo illt. Það er vont að sitja í bílnum. Það er vont að sitja í sófanum. Það er vont að sitja. Finn til þegar ég ligg og finn til þegar ég vakna. Sé fyrir að ég þurfi að sitja á einhvers konar hring eða sessu með gati út af rófubeininu sem er samkvæmt nýjustu upplýsingum laust frá og of hreyfanlegt. Það dinglar eins og eyrnalokkur.




Þetta gerðist sem sagt í erfiðustu fæðingunni, þegar ég fæddi Stefán Mána. Sú fæðing var mesti sársauki sem ég upplifað á ævi minni og ég hef aldrei, aldrei framkallað eins mikil óhljóð og ég gerði þá. Aldrei öskrað eins mikið. Aldrei. Hann festist eitthvað á miðri leið og naflastrengurinn var að flækjast fyrir og mér var tjáð að jú, rófubeinið bara kreppst saman eða eitthvað álíka, bognar og svignar og ég veit ekki hvað í svona miklum átökum. Ég var víst eitthvað að kvarta undan sársauka í rófubeininu.

Allavegana, svo gleymi ég því af því ég finn ekki til í því lengur. Það jafnar sig einhvern veginn og lendir á þannig stað að ég finn ekki fyrir því og allt í kei. Svo á meðgöngu nr 3 þegar ég er komin svona 6 eða 7 mánuði fer að gerast eitthvað skrýtið þarna niðri og bakatil. Þetta er allt út um allt og ég finn til aftur.

Þessu er svo reddað eftir fæðinguna af góðri konu á LSH sem heitir Halldóra og er á endurhæfingardeildinni eða sjúkraþjálfunardeildinni á gamla landspítalanum og líka af hnykkjaranum, honum Jóa í Postura. Saman björguðu þau mér nokkrum sinnum þegar ég var alveg að drepast.

Svo er allt í gúddí og ég komin í full swing þá BAM, gerist þetta aftur. Aumingja ég. Núna þarf ég að fara til bæklunarlæknis segir Halldóra og fá sprautur. Þá sprautar hann sterum og deyfiefnum sem deyfa þessa taugaenda. Stundum finn ég fyrir alls konar óþægindum út frá þessu, eins og rófubeinið sé að þrýsta á einhverja taugar eða taugaenda sem framkalla svona óþægindatilfinningu, jafnvel svona yfirliðstilfinningu eða ógleðis eða eitthvað. Samt ekki. Þetta er bara allt saman óþægilegt.

Svo þarf maður tilvísun til að panta tíma hjá bæklunarlækninum. Ó, Halldór Jónsson, bæklunarlæknir. Plís vertu góður maður og lagaðu þetta bú bú með þessum sprautum eins og fljótt og auðið er.

Ái.



Saturday, May 28, 2016

gerjun

það er eitthvað að gerjast með mér.

Eftir að ég fór í heilun og svo á reiki námskeið og gerandi heilunaræfingarnar í kjölfarið er ég farin að skynja svo vel að ég er ekki á réttum stað. Ekki bara í lífinu heldur líka bókstaflega.

Erum búin að búa hérna í Stigahlíðinni síðan Guðrún Halla fæddist og ég hef aldrei verið að spá í því að við erum alveg við Miklubrautina. Hef bara "zone-að" umferðarniðinn út ómeðvitað. Svo núna allt í einu þá heyri ég umferðarniðinn svo vel og svo mikið að mig langar bara burt.

Mig langar bara burt frá miðjunni þangað sem umferð er lítil og allt er rólegt. Helst bara út í náttúruna.

Mikið skil ég foreldra mína vel þegar þau fjárfestu í sumarbústað í Borgarfirðinum með vinahjónum sínum. Manni er farið að langa í griðastað í burt frá stressinu og látunum og umferðinni hérna í borg óttans.

Mér er það óskiljanlegt núna hversu mikil óhemja ég var á unglingsárunum. Þá langaði mig bara að vera í borginni og fannst kvöl og pína að þurfa að fara á Bláberjahæðir (strawberry fields forever.)

Elsku pabbi og elsku mamma. Fyrirgefið.

Ég hef ákveðið að sjá vel um ykkur í ellinni til að reyna að bæta upp fyrir gamlar syndir.

Sorry með mig.

P.s. minnir að foreldrar mínir og vinir þeirra hafi talað um Bláberjahæðir enda var mikið um bláber þarna og einu sinni varð ég veik af því ég borðaði of mikið af þeim en finnst endilega eins og það hafi verið tilvísun í Bítlalagið Strawberry fields forever.....

Sunday, May 15, 2016

Loksins!

Ok.

Ég ætlaði svo ekki að skrifa um þetta af því að ég skammast mín. Eeeen, here goes; Guðrún Halla er loksins alveg hætt með bleyju!

Hún varð þriggja ára núna 4. mars og ef ég hefði fengið að ráða hefði þetta gerst fyrir ári síðan. Eeeen afsökunin mín er þríþætt:

a) ég er búin að vera mjög þreytt síðan .... að ég varð ófrísk að Guðrúnu Höllu.
b) þetta er barn númer þrjú eða fjögur, fer eftir hvernig þú lítur á það og maður verður latari með svona hluti með hverju barni.
c) hún var bara ekki tilbúin fyrr en núna! Eftir því sem ég verð eldri og þroskaðri trúi ég meira á að vera ekki að þvinga börn til einhvers. Þetta er eins og með heimalærdóminn hjá Stefáni. Það liggur við að ég sé á móti honum því þetta skapar bara leiðindi og vesen hérna heima. Það tekur allt kvöldið/eftirmiðdegið að fá hann til að fara að læra. Hann vill það ekki, vill frekar leika og gerir þetta svo pirraður og þvert á móti hans vilja. Ég er farin að trúa því að fjölskyldusálin þurfi ekki á þessu að halda.

Ok. Ég er að réttlæta þetta með Guðrúnu Höllu aðallega af umhverfissjónarmiðum. Þetta er mjög spes en ég held að samfélagið og fjölmiðlarnir hafi hjálpað til með að ég hef þróað með mér svona umhverfismeðvitund (invironmental consiousness.) Mér verður til dæmis illt og líður illa ef ég sé mjög mengunarspúandi bíl. Sá svona bíl þegar ég var að keyra í Hafnarfirði um daginn. Hann var greinilega bilaður en það spúaðist kolsvartur mengunarreykur út um púströrið mjög óeðlegilega mikið og þetta fór svona út um allt. Ógeð. Ég held í alvörunni að mér myndi líða betur í sálinni ef ég sjálf myndi keyra rafmagnsbíl.

Really.

Æi. Annars er af mér að frétta að ég er með brotið rófubein. Það er ekki þægilegt. Það þurfti karlmaður að fara inn um óæðri endann til að ná í það og leitast við að koma þvi á réttan stað (þetta hékk og hangir allt til hægri.) Mér líður betur að því leiti að núna get ég labbað eðlilega en verr að því leiti að þetta er mjög aumt (rófubeinið) þannig að ég má alls ekki sitja á því og get ekki hugsað mér að hlaupa. Held ég þurfi að fara aftur:/

Já, og dagsetningin sem ég hætti í vinnunni er 23. júní. Eða dagurinn eftir það held ég reyndar. Mikið ofboðslega verður skrýtið að kveðja alla og skila bílnum, símanum og ipadinum og hafa svo enga atvinnu. Markmiðið er að vera komin með vinnu í ágúst og mantran mín er að hún verði með sveigjanlegum vinnutíma (Sigga Kling segir það meira að segja sjálf í stjörnuspánni fyrir maí mánuð að 9-5 vinna sé ekki minn tebolli) og helst að starfshlutfallið sé 80%. Ég er með stóra fjölskyldu.

Namaste.


Sunday, May 8, 2016

Reiki

ég átti ekkert smá æðislega helgi.

Er hérna alveg blissed out. Var sem sagt á reiki námskeiði þar sem við vorum að vinna með orkuna. Í dag vorum við að heila hvert annað. Við lærðum um táknin, orkustöðvarnar, hvernig maður heilar og um chi, alheimsorkuna.

Er alveg heilluð.

Meira síðar. Ást og friður.

Thursday, May 5, 2016

Takk elsku Tryggvi bro

Ég hringdi í Tryggva brósa seint á síðasta ári og spurði hann hvort hann ætti einhverjar bækur til að lána mér. Hann lánaði mér nokkrar, fimm held ég.

Núna var ég að klára þessa hérna:

Vá. Rosalega góð bók. Um þroskasögu ungs manns sem fer til hvað, Ítalíu, til að vinna við frægan rósagarð sem legið hefur í niðurníslu í langan tíma. Rosalega vel skrifuð bók. Grét nú ekki neitt yfir henni held ég. Eða jú, kannski nokkur tár, jú. Falleg er hún.

Mæli hiklaust með henni. Er bara leið að vera búin með hana. Það er þannig stundum með rosalega góðar bækur. Ég reyni að treina þær, spara, af því ég nýt þess svo að lesa þær en svo eru þær bara búnar allt í einu. Ooohhh....