Wednesday, August 24, 2016

milestone

Ok. Það er eitthvað að gerast með mig. Held að ég sé að ............

eldast.

Var að slétta á mér hárið með þar tilgerðum sléttara og brenndi mig óvart smá. Ákvað að hætta þessu pjatti. Þetta er bara hættulegt og óábyrgt að vera með svona slysagildru á heimilinu svo hann fær bara að fylgja með í Rauða krossinn/Sorpu í næstu ferð!

Er líka orðin rosalega umhverfisvæn. Allavegana í hugsun. Sá eitthvað snap í gær frá Nýtt líf um nýja ilmvatnið frá Chanel nr. 5. Þá voru umbúðirnar teknar af ilmvatninu og það tók smá stund af því að þetta voru þvílíkt miklar umbúðir utan um einn hlut! Ji, ég verð bara pirruð að skrifa þetta.

Allavegana. Þetta fór í taugarnar á mér.

No comments: