Monday, August 29, 2016

Solitaire

Mér hefur öðlast sýn.

Sýn inn í veruleika spilafíkilsins. Að geta ekki hætt. Bara einn leikur í viðbót. Hvað sem það kostar!

Einhvern veginn gerðist það að svona spila-app komst í símann með spilakaplinum Solitaire. Elska þennan kapal en er á góðri leið með að ofspila hann. Þegar ég byrja að spila þá vil ég ekki hætta. Jafnvel þó kappallinn gangi upp þá er ég núna farin að keppa við mig um tímann sem það tekur hann að ganga upp hjá mér. Metið er 2 mínútur.

Sjálfstressandi.  Alveg. Ég er að keppa við sjálfa mig eins og vindurinn. Af hverju Svava. Af hverju?

2 comments:

Tinnsi said...

Hef lent í svona kapla-fíkn.. best að sleppa því að spila kapal. Algjör tímaeyðsla.

Svava said...

Nákvæmlega. Ruglið!