Vá.
Ég er sem sagt búin að vera í Ashtanga yoga workshopi í Ljósheimum undanfarna daga. Kennarinn heitir Mark Robberds. Hann er frá Ástralíu en ég held hann búi í Indlandi. Hann getur gert alveg ótrúlega flotta hluti, yogalega séð.
Ég hef stundað þetta Ashtanga yoga í yfir 10 ár núna en þetta er alltaf jafn krefjandi. Get til dæmis ekki gert allt sem maður á að gera í seríunni. Allavegana, það var svona mysore tími í morgun þar sem við gerðum seríuna sjálf og hann kom og hjálpaði okkur í pósurnar (asana held ég það heiti.) Vá. Hef aldrei svitnað svona mikið eins og í morgun í þessum tímum. Hann hjálpaði mér að komast í eina stöðu sem ég hef ekki komist í áður.
Þetta tekur svo mikið á að við erum öll eins og englar á eftir. Manni líður svo vel eftir á:) Allavegana, núna er þetta námskeið búið og manni langar bara í meira og að geta gert meira:) Þvílíkur innblástur sem þessi maður er!
Ég reyni að mæta einu sinni í viku í Ashtanga 2 tíma til að halda mér við. Ég elska þetta. Elska þennan yogaheim. Þegar ég var í Bali og komst loksins í yogastudio langaði mig bara að vera þar að eilífu. Þetta gefur mér svo mikið. Stundum nær bikarinn að fyllast það mikið að ég næ að gefa smá tilbaka eftir svona tíma. En svo kemur alltaf að því að ég verð að fara aftur.
Namaste.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment