Thursday, November 16, 2017

Metnaður

Það er mismunandi hvað manni langar að setja metnað í á mismunandi tímum.

Í síðasta mánuði bar ég mestan metnað fyrir því að vakna einu sinni í viku kl. 05:50 til að fara í mysore Ashtanga yoga tíma kl. 06:15. Það var geðveikt gott þangað til að það varð bara geðveikt. Allavegana, um þessar mundir ber ég mestan metnað fyrir því að spara. Það er kominn 16. nóvember og ég hef ekkert notað kreditkortið! :) Þetta fyllir mig metnaði þar sem ég þarf auðvitað aðeins að spara verandi námsmaður og allt það.

Held reyndar að ég verði að nota kortið á morgun en þá á ég tíma hjá kírópraktor. Aftur á móti kemur svo stéttarfélagið til með að borga til baka að öllum líkindum (er í nýju stéttarfélagi núna - Eflingu) en ég verð að leggja út fyrir því fyrst. Hhhmmmm...

I hate to loose.

Er ekki bara hollt að vera í smá keppni við sjálfan sig? Ég held það. Ég náði þá allavegana til 17. þessarar mánaðar að nota það ekki. Myndi kannski nota debetkortið þó það skipti nú ekki öllu máli en ég bara veit ekki pin - ið á því..

Later.

P.s. held ég haldi bara pistlinum frá því í gær inni. Það er hollt að hella úr skálum reiði sinnar. Ég geri það þá allavegana hér, á mínum eigin vettvangi, í staðinn fyrir að sýna nágrönnum mínum hana.
P.p.s. Mikið ofboðslega langar mig í einbýlishús!

No comments: