Mér finnst svo hjartnæmt hvað ég fæ núna mörg hrós fyrir hárið mitt. Hvað það er flott.
Mér finnst það hjartnæmt vegna þess að í svo mörg ár litaði ég það. Ég vil ekki fá að vita hversu mikið ég eyddi í hárið á mér á hinum ýmsu hárgreiðslustofum höfuðborgarsvæðisins. Það er hlægilegt. Þegar ég var gelgja vildi ég vera ljóshærð eins og Kelly Taylor í Beverly Hills 90210, þátt sem ég horfði mjög mikið á. Ég var mjög ósátt við hárið á mér. Fannst það alger drulla. Fannst það músarskollitað og hræðilegt. Litaði um leið og það kom rót liggur við.
Núna hefur mér sjaldan liðið eins vel í hárinu enda eru engin efni í því. Ég er svo heppin að það er dáldið í tísku að vera með dökka rót en svo feidar það út í ljós í endana. Núna gæti ég ekki verið sáttari. Og hvert er sannleikskornið í þessu? Það er ekki bara það að fegurðin kemur að sjálfsögðu innan frá. Hún er náttúruleg. Sátt.
Og að sátt manneskja kaupir ekki neitt.
Ég er sátt við að vera sátt manneskja sem kaupir ekki neitt. Ég er líka sátt við að vera með því umhverfisvænari og minemalísk. Less things, more you. Eða eitthvað svoleiðis.
Var bara í göngutúr og datt þetta í hug.
Skrifumst síðar.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment