Sunday, December 17, 2017

Já!

Jæja, ég get andað léttar núna þar sem allt skólastress er nú blessunarlega búið. Já, eða næstum því. Er að fara í eitt próf á morgun og það er það síðasta.

Get státað mig af einni 10, einni 9, einni 8 og einni 7. Allavegana skv. síðustu tölum gekk mér vel í því sem ég hafði mestar áhyggjur af. Phew!

Er svo fegin að þetta er búið! (Allavegana það mesta.) Núna er svo jólastressið tekið við:D Endilega minnið mig á ef ég skyldi gleyma því næstu jól að fara ekki í Kringluna neitt fyrir jólin. Alls ekki rúmri viku fyrir jól og ekki með Svan.

Bara get það ekki. Meika Kringluna lítið öllu að jöfnu. Finnst þetta vera svona einhvers konar kapitalísk orkusuga. Bara nei.

Ok, bæ:)

No comments: