Thursday, February 28, 2019

Besti skólinn part III

Í dag var síðasti dagurinn með Fjólu, þessum frábæra kennara. Mikið sem ég fíla hana.

Af því tilefni settumst við saman í hring og deildum reynslu okkar með hvort öðru, af hverju við erum í þessum skóla, hvaðan við komum og hvert við erum að fara, og svo framvegis.. Við drógum englakort og hjartakort. Við fengum öll útskorið hvítt hjarta sem við merktum okkur, svo gengu kortin hringinn og við skrifuðum góð orð fyrir hvert og eitt okkar. Þetta verður góður fjársjóður að eiga á rigningardegi:)

Svo fífluðumst við eins og krakkar í tæpa tvo tíma til að minna okkur á að taka hvorki okkur né lífinu of alvarlega. Hef ekki hlegið svona mikið í tvo ár eða eitthvað.

Allavegana, kærkomið frí á morgun svona fyrir utan það að það er skipulagsdagur í leikskólanum OG í skólanum.

Namaste.

1 comment:

Tinnsi said...

En yndislegt! Elska þessar færslur.