Svo finnur maður gimstein.
Hef allavegana einu sinni farið á tónleika með Emiliönu Torrini. Vá. Hún er svo mikið æði.
Leið um í bílnum í svo góðum fíling eftir að hafa sett Me and Armini á fóninn.
Unaður fyrir skynfærin þessi tónlist. Elska hvað þetta er góður diskur og hvernig lögin bráðna svo mjúklega saman við hvort annað.
Þvílíkt meistaraverk. Ætli aðal lagið sé ekki Big jumps.
Allavegana, þetta var gaman alveg þangað til að ég klessti bílnum óvart á vegg eftir að hafa hitt vinkonu á kaffihúsi niðrí bæ og stoppað svo á n1 Hringbraut í bakaleiðinni til að ryksuga bílinn. Eða svona lítinn asnalegan hálfvegg sem maður sér ekki þegar maður er á jeppa og er við hliðina á þvottaplaninu hjá n1 Hringbraut. Var búin að vera heillengi að ryksuga bílinn en ryksugan er við hliðina á þessu blessaða þvottaplani auðvitað. Sá svo ekki vegginn þegar ég lagði af stað.
Já. Mér líður alveg nógu asnalega yfir þessu.
Til allrar hamingju tók Svanur þessu vel. Skaðinn er ekkert ógurlegur en samt einhver.
Dó! (Homer Simpson "doh!") Enginn dó.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)


No comments:
Post a Comment