Saturday, June 29, 2019

Nirvana

Gat ekki.

Gat ekki hent Nirvana í ruslið. Hver gerir það?

Setti þennan disk á fóninn í bílnum;

Taldi mér trú um það að það væri allt í lagi að henda þessum Nirvana diskum. Ég meina, söngvarinn heróínfíkill sem drap sig, og allt í messi. Ekki svo mikið ég núna, ha?

En svo hlustaði ég og ... æ, þeir voru nú ansi góðir. Þéttir. Virkilega góðir bara. Talentar. Soundið var bara svo gott, lögin of góð. Engar afkáralegar minningar, bara vá, hvað þeir voru nú góðir.

Alveg ástæða fyrir því að þeir voru svona rosalega vinsælir. Fékk því ekki af mér að henda þessum Nirvana diski.

Æ, bara nei.



No comments: