Þetta er nýja feel good - ið mitt.
Að vera að taka til heima með Fílalag podcast í eyrunum.
Þarna kryfja þeir Bergur Ebbi og Snorri hverja 90's drulluna (þeir tala svona) af annarri og ég er að tengja svo mikið við tónlistina sem þeir eru að taka fyrir að það hálfa væri nóg.
Þeir tóku til dæmis fyrir Parklife með Blur í þætti um daginn. Það kom mér svo á óvart hvað þeir vissu mikið um blur og ég hafði svo gaman af því hvernig þeir tala og hvernig þeir náðu stemmningunni bæði í laginu og Blur og líka bara svona 90's yfir höfuð.
Eins og í gær, þá var ég að hlusta á þá kryfja lag með Jamiroquai og töluðu um að menn á þessu tímabili hvort sem þeir voru rokkarar eða popparar hefðu klæðst svona mussum. Oh, ég man svo eftir þessu. Jet black Joe tímabilið. Svo mikil nostalgía.
Allavegana, elska hvernig ég fæ hláturskast upp úr þurru þegar ég er að hlusta á þá bara af því að þeir eru svo rosalega fyndnir. Svo mikið feel good í þeim.
Oh, elska Fílalag. Elska að taka til. Ein.
Me time, par excellelance.
No comments:
Post a Comment