Yin og Yang er komið úr kínverskri heimspeki. Yin er nærandi grunnorkan, þróun inn á við, fær allt til að falla í ró á meðan yang er þróun útávið og fær allt til að hreyfa sig. Þetta er sem sagt lögmálið um póla - að allt finnist aðeins vegna andstæðu sinnar. Yin og Yang eru háð hvert öðru, annað er inní hinu og öfugt og annað getur ekki verið til án hins - það er ein heild (tekið beint upp úr kennslubókinni í kinesiologi.)
Ég tengi þetta við að vera annaðhvort extrovert eða introvert og finnst athyglisvert að þessar andstæður laðast oft að hvor annari, í formi para eða vinskapar. Þá er annar aðilinn mikið "út", elskar að hitta annað fólk og nærist þannig orkulega séð á meðan hinn aðilinn er frekar "inn", er meira inn í sig og finnst annað fólk, sérstaklega margmenni, taka frá sér orku. Það er þó alltaf smá yin orka í yanginu og yang orka í yininu.
Er með endæmum þakklát fyrir að eiginmaður minn er extrovert. Verandi sífellt meiri introvert er ég komin með sífellt meira óþol fyrir margmenni og samkomum og slíku. Gott dæmi um það er þegar eitthvað er í gangi með börnin, það þarf að halda afmæli eða eitthvað svoleiðis og mig langar bara að hlaupa í hina áttina, þá er gott að Svani finnst svona félagslegar aðstæður vel þolanlegar og hann hefur jafnvel gaman af því að tala við hina foreldrana. Þið vitið mingla. Hann til dæmis bjargaði algerlega n1 mótinu á Akureyri um daginn. Ég er bara engin manneskja í svona læti lengur. Fékk að njóta þess að vera frekar í fellihýsinu í hugleiðslu og yoga og að taka til á meðan hann sinnti félagslegu hliðinni. Var reyndar það "heppin" að vera með afsökun þar sem ég var með svæsna augnsýkingu svo ég hafði góða afsökun fyrir að vera óafskipt nálægt læknum á tjaldstæðinu.
Anyhows, ætla að setja þann ásetning út í cosmos-ið að vera meira út. Minna inn.
Inn, inn, ÚT. Inn, ÚT, ÚT.
Anyhows, ætla að setja þann ásetning út í cosmos-ið að vera meira út. Minna inn.
Inn, inn, ÚT. Inn, ÚT, ÚT.
No comments:
Post a Comment