Tuesday, July 23, 2019

Pearl jam

Næsti diskur til að ákveða hvort ég ætti að henda eða varðveita var Pearl jam.

Þetta er svona safndiskur sem bróðir vinkonu minnar skrifaði handa mér árið 2003 (ó ljúfu háskólaár..) sem gerir þetta enn verðmætara. Einhver tók sér tíma til að skrifa disk fyrir mig og handa mér. Erfiðara að henda.

Allavega, það kom að svona ákeðnum punkti í gær eins og svo oft áður inn á heimilinu (allir heima) að ég bara varð að komast út.

Setti Pearl jam safndiskinn í og omg.

Ekki séns að ég hendi þessum demanti. Góðar minningar eingöngu. Aðallega tengdar öðrum gimsteini, æskuvinkonu.

Good vibes only.

Söng hástöfum með og komst við á einum tímapunkti.

Vá, hvað þeir eru góðir.

Varðveiti þennan. Ekki spurning.

No comments: