Í örvæntingarfullri viðleitni örvæntingarfullu húsmóðurinnar okkar til að færa athyglina, ljósið, frá kynþokkafullum 25 ára karlmönnum berum að ofan í BDSM keðjum að ... einhverju öðru... fann hún með hjálp Channing Tatum (af öllum) lausn.
Channing Tatum. Af öllum. Skrýtið hvernig hann er allt í einu orðin smá, bara smá, gamall. Outdated. Allavegana! Er með hann á Snapchat eða var það Instagram live.. allavegana hann fór að tala mjög alvarlega hvað væri í gangi með forrit eða app sem hann var að prufa, The Pattern, sem virtist vita alltaf hvað væri í gangi með hann. Tilfinningalega séð.
Hann fór að lýsa því að þetta sé svona app þar sem maður skráir sig inn, gefur upp fæðingardag og nákvæma tímasetningu á fæðingu manns og voila, forritið veit bara skuggalega mikið hvað einmitt er í gangi með mann. Þetta er allt saman með tilliti til staðsetningu plánetanna og stjarnanna eða eitthvað álíka.
Ég auðvitað varð að prufa.
Skuggalegt. Í gær í kringum kvöldmatarleitið leið mér mjög skringilega. Sinnið mitt var út um allt og ég upplifði mikið innra ójafnvægi. Tékkaði á appinu og voila.
Þarna er manni ráðlagt samkvæmt því andlega jafnvægi (stability) sem maður er í hvenær maður eigi (ekki) að taka stórar ákvarðanir eða hvort best sé að bíða með allt slíkt til annars dags þar sem maður er ekki í nægilega góðu jafnvægi.
Allavegana, tengi sterkt við þetta og finnst þetta frekar awesome. Finnst allt svona mega spennandi.
Langar líka að læra um drekaorku.


No comments:
Post a Comment