Tregi og ástarsorg.
Er að fara í gegnum gamla geisladiska sem er fyndið í sjálfu sér af því að orðið sjálft - geisladiskur - er orðið fyndið. Orð sem maður heyrir varla lengur.
Allavegana. Hlustaði á tímabili á söngkonuna Heru. Hún á heima á Nýja Sjálandi held ég (New Zealand) og er með svona henna (?) tattoo á annarri hliðinni á andlitinu sem ég held að kannski teikni hún bara á fyrir show. Veit ekki. Allavegana, hérna er mynd:
Þetta eru rosalega góð lög. Frægasta heitir Itchy palms og var lagið sem var notað í kvikmynd eftir Baltasar. Man ekki hvað hún heitir en Nína Dögg Filippusdóttir og Hilmir Snær léku allavegana í henni. Fallegt lag um sálufélaga sem geta ekki verið saman. Um það hvernig maður finnur sjálfan sig í karlmanni sem maður er skotin í en fær ekki að vera með honum (he´s just like the mirror of me.)
Allavegana, textarnir sem ég kann utan að eru svo sorglegir þó að lögin séu rosalega góð. Tilfinningarnar sem þau skilja mig eftir með eru mögnuð ástarsorg og tregi allra trega. Kökkur í hálsinum og þar fram eftir götunum.
Svo ég ætla að henda diskinum í ruslið núna og shifta yfir í núið.
Þú ert samt rosalega góð söngkona og gítarleikari líka Hera Hjartardóttir.
Love.
No comments:
Post a Comment