Ég er dáldið svona "sein" manneskja.
Fattaði ekki Snapchat fyrr en löngu á eftir öðrum. Árum sko. Svoleiðis hlutir. Nú bætist við að ég er orðin miðaldra og er því ennþá seinni. Sá gjafaleik á Instagram í gær sem mig langaði til að taka þátt í því mér fannst vinningarnir spennandi en átti að setja mynd í story-ið mitt sem var í feed-inu hjá öðrum. Gafst upp. Gat þetta ekki. Hafði heldur ekki nennu til að setja mig inn í þetta. Hraðinn er farinn. Er undarlega sátt yfir því. Frekar friðsælt ástand. Náttblindan hræðir mig reyndar. Ég er bara fertug og einhvern veginn dett aðeins út sjónlega séð þegar ég er að keyra í myrkri. Eins og sjónkeilurnar á bakvið augun nái bara ekki að vinna út úr myrkrinu. Það hræðir mig.
Allavegana, ég er svona hægt og rólega að gera mér grein fyrir því að ég er ... tekjulaus með öllu. Allt hitt fólkið, sem eru sínir eigin herrar og verktakar eins og ég, fattaði það í síðustu viku eða vikurnar þar áður. Ég er bara að átta mig á því núna.
Datt í hug að taka kannski einhverjar vaktir á hjúkrunarheimilinu ef ég myndi vera velkomin þangað aftur. Mundi svo eftir sýklafóbíunni. Hún var orðin ansi slæm undir lokin. Var farin að vera með tvö sett af latexhönskum við skeiningar og var farin að líta heimilisfólkið sem gerði þarfir sínar hornauga. Farin að díla við samstarfsfólk um verkaskiptingu og var alltaf jafn fegin þegar hinn aðilinn var til í að skeina. Elskaði þá manneskju bara. Skilyrt ást.
Hef samt fulla trú á því að þetta sé allt saman í ferli. Hér er ákveðin andleg jarðnesk hreinsun í gangi. Þetta verður allt í lagi. Það er ekkert að óttast.
Þakka mínum sæla fyrir að vera gift manni sem kann að skaffa. Elska hann reyndar skilyrðislaust.
Heppilegt.
Namaste gott fólk. Við komumst í gegnum þetta!
1 comment:
Kann heldur ekkert á Instagram og er eiginlega með einhverja fobiu gagnvart því.
Þ
þetta verður allt um garð gengið eigum við eftir að líta til baka og hugsa vá hvað þetta var bilað - hvernig í ósköpunum komumst við komumst í gegnum þetta.
Post a Comment