sagði mætur maður eitt sinn. Guðni í Rope yogasetrinu nánar tiltekið.
Er því í sjálfskipuðu fréttabanni. Vil ekki setja athygli á það sem er helst í fréttum um þessar mundir meir en þörf krefur.
Þetta er það sem ég trúi á. Allt sem þú veitir athygli hlutgerist. Þetta útskýrir t.d. hvers vegna Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna þvert á það sem meirihlutinn virtist vilja. Hann fékk of mikla athygli.
Þetta er basically það sem myndin og bókin The secret fjallar um.
Það er af þessum ástæðum sem ég fer sjaldan á mótmæli. Oft er það: burt með ofbeldi! eða eitthvað álíka. Alheimurinn heyrir bara ofbeldi. Sá skilti um daginn þar sem fólk var hvatt til að standa saman í baráttunni við krabbamein. Alheimurinn heyrir bara krabbamein. Við fáum því meira af því. Slagorðið ætti að vera Betri heilsa eða eitthvað álíka.
Allavegana, set ljós mitt á léttleikann og stend því sjálfa mig að því að hlakka til kvöldanna. Við Svanur erum að horfa á Sex and the city í Maraþon í frelsinu.
Gaman að þessum þáttum. Eigum líka Klovn myndina inni:)
1 comment:
Þú ert ekki ein um að finnast þetta með forsetakosningarnar síðustu https://nyti.ms/3bnrI39
Við vorum að horfa á Green Mile - tókum tvö kvöld í það. Svaka indæl mynd. Við vorum bæði búin að steingleyma henni þó svo við sáum hana á sínum tíma. (Fyrir rúmum 20 árum!!)
Post a Comment