Aftur er ég hægt og rólega að gera mér grein fyrir einhverju.
Í þetta skiptið er málið að það fer að líða að útskrift. Fyrir mig að verða nuddari!
Fannst einhvern veginn eins og það myndi vera útskrift í júní eða eitthvað. Það er þannig í háskólunum.. en nei. Mér skilst að það sé útskrift bara síðustu vikuna í maí eða eitthvað álíka. Eftir rúmlega mánuð..
Þarf bæði að skila verkefni sem ég er nú að vinna hörðum höndum að OG skila 400 tímum. Ég hafði samband við Finnboga sem sér um námið og hann sagði að fleiri sem væru að útskrifast væru í sömu sporum og ég, að geta ekki klárað 450 tíma vegna Covid-19 svo hann er búinn að minnka þá niður í 400 tíma.
Rétt næ kannski að slefa upp í það mark. Vinn nú alla daga að skjalinu góða sem ég á að skila fyrir útskriftina (spurningar varðandi starfstímann og nuddið.)
Lófar. Spýta.
1 comment:
Glæsilegt Svava mín! Hlakka til að koma í nudd til þín í sumar. Knús knús.
Post a Comment