Er orðin mjög "pikkí" með hvað ég innbyrði. Ekki bara með mat heldur líka hvað ég les og hvað fer inn á orkusvið mitt. Hvað ég skoða. Beini athygli minni að.
Eins og varðhundur við hlið garð hugans.
Er orðin svona pikkí vegna þess að ég hef breyst. Er orðin næmari. Vil góða hluti inn, vonda hluti út.
Setti hérna inn póst, held að það sé þar síðasti, þar sem ég lýsti ánægju minni og gleði yfir að hafa loksins fundið bók til að lesa. Bókin um deild Q hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn. Með þeim Assad, Carl, Rose og Gordon. Eins og að hitta gamlan vin sagði ég..
Já, nei nei.
Er að berjast við þessa bók. Hún er svo ljót og erfið. Hryðjuverk, morð og morðingjar, nauðganir og nauðgarar, barnarán og barnaníðingar.
Mér finnst bara mjög erfitt að lesa þetta og núna er ég komin á vanskil með bókina á bókasafninu af því að hún er bara í 14 daga útleigu. Er komin á bls 454 eða eitthvað og skelfilegir hlutir hafa gerst. Er svona lengi með hana því ég vil ekki lesa þetta.
Hef ákveðið að þetta verði síðasta krimma bókin sem ég les. Allavegana í bili.
Ástæðan fyrir því að ég hef ekki sleppt því að klára hana og skilað henni er sú að ég klára alltaf það sem ég byrja á.
Með örfáum undantekningum.
No comments:
Post a Comment