Tuesday, June 16, 2020

What is up with humanity


Datt eitt í hug þegar ég var í miðri sumarbústaðaferð með vinkonum mínum um helgina.

Hvað myndi manneskja sem kæmi í heimsókn í nútímann frá sirka 100 árum síðan í tímavél myndi eiginlega halda..

Sé þessa manneskju fyrir mér segja eitthvað eins og: "hvur fjárinn. Af hverju eru þær allar að halda á einhverjum afkáralegum ferhyrnum hlut og stara á hann? Hvur er þessi merkilegi hlutur?"

Ok. Þessi ferhyrndi hlutur er sími sem hefur jú sitt notagildi en mikið er þetta stundum asnalegt, að koma inn í aðstæður þar sem allir eru bara að stara á símann sinn.

Þetta var frábær sumarbústaðaferð og við gerðum fullt annað en að vera í símunum en mikið er þetta farið að taka mikið pláss í lífi okkar.

Næstu daga ætla ég að vera eins lítið og ég get í símanum. Er alveg viss um að það geri mér gott.


No comments: