.. þegar kvenfólk springur út.
Elska þetta lag með Bubba.
Er að gera mitt besta til að springa út en ekki bara springa.
Núna eftir að við fengum hjólhýsið sérstaklega. Mér hefur alltaf fundist frekar erfitt að gera mig og krakkana tilbúin í ferðalög. Núna er það vikulegur viðburður, að pakka og svo afpakka.
Svani finnst þetta ekkert mál. Segir bara: eigum við að fara í hjólhýsið og labbar út.
Ég þarf að gera lista.
Er að fíla þetta hjólhýsalíf svona sæmilega. Svanur elskar þetta. Og hvað gerir maður ekki fyrir elskuna sína?
Allavega, markmið sumarsins er að springa út. Eins og blómarós.
No comments:
Post a Comment