... of a desperate housewife.
Var að spjalla við nuddþega um daginn. Við áttum það sameiginlegt að hafa lent í fremur harkalegri kulnun. Vorum að tala um hvað það tekur langan tíma að jafna sig og hvað maður þarf að passa vel upp á sig til að "krassa" ekki aftur.
Svo fór hún að tala um dáldið sem ég var ekki búin að spá í áður. Það er mikið talað um að fólk brenni út í vinnunni en svo er til öðruvísi burn out og það er í einkalífinu. Hversu margar kulnaðar húsmæður ætli séu þarna úti?
Í bókinni Eat, pray, love byrjaði Elisabeth andlega ferðalagið sitt á hugleiðslusetri í Indlandi. Ég gæti alveg hugsað mér að fara á eitt slíkt. Kannski ekki í Indlandi, en einhvers staðar. Kannski með yoga ivafi?
Bara hugmynd.

No comments:
Post a Comment