Tuesday, July 28, 2020

Hvernig...

... hafði Carrie Bradshaw efni á öllum þessum skóm? 

Hún skrifaði grein í dagblað um kynlíf í borginni. Ætli það hafi verið það vel borgað að hún hafi átt efni á öllum þessum Malono Blahnik's? 

Og leigunni, að borða alltaf úti (hún eldaði ekki) og þessum obbosens flottu fötum.

Núna á ég bara einn þátt eftir í Sex and the city maraþoninu. Mikið sem ég elska þessa þætti. Samantha er uppáhaldið mitt, við vinkonurnar elskum hana. Og Miröndu og Charlotte.

Tregafullt að horfa á síðasta þáttinn í kvöld. Bæði af því að þá er maraþonið búið OG að þetta er þátturinn þar sem mr. Big fer til Parísar og bjargar Carrie. 

Carrie er ekki hamingjusöm með Aleksandr Petrovsky. 

Á líklega eftir að gráta úr mér augun. 

Sem væri slæmt af því ég þarf þau til daglegra afnota!



No comments: