Monday, August 3, 2020

Hugleiðsla

Andlegur vinur minn setti inn góða hugleiðslu á Instagram í gær. 

Var svo heppin að hafa tíma og rúm til að hlusta.

Hugleiðslan snerist um að hitta sjálfan sig eldri. Kannski um áttrætt eða nírætt og eiga samtal. Eldra sjálfið horfir sátt á núverandi sjálfið sem spyr hvað eigi helst að gera og hvað ber að varast.

Svarið er svo augljóst þegar maður "horfir svona tilbaka."

Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur. Það sem skiptir máli er fjölskyldan. Steinarnir í glasi lífs þíns.

Hlustaði á fagnaðarerindið í fortjaldinu á hjólhýsinu. Útileiga með fjölskyldunni. Fallegt sumarkvöld. 

Fyrr um daginn höfðum við uppgötvað paradís á jörð með mágkonu minni og svila.

Just be happy. 




No comments: