Sunday, August 30, 2020

Public service anouncement


Í morgun um 10 leytið sást til miðaldra konu í grárri Nissan Pathfinder bifreið keyrandi niður Miklubraut, í austurátt, í átt til Skeifunnar.

Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema að konan slammaði hausnum til og frá og var frekar annarleg þar sem hún öskursöng og endurtók í sífellu: "Fuck you, I won't do what you tell me!! Mother fucker!! Aahh!"

Við biðjum almenning að hafa í huga að hversu sakleysislega sem bílstjóri lítur út, þá vitum við aldrei hvað er í gangi hjá viðkomandi. Ekki er vitað hvað konunni gekk til svona árla sunnudagsmorguns. En ljóst er að ávallt ber að hafa allan varann á.

Þetta var nú bara ég í nostalgíukasti á leiðinni í yoga:) Fann Rage against the machine, eina af uppáhalds hljómsveitunum mínum frá því ég var unglingur, á Spotify og blastaði. Hátt. 

Er búin að vera að hlusta á Laugardagskvöld með Matta á ruv.is/hladvarp og hef mikið gaman af. Elska að hlusta á tónlist frá því í gamla daga.

Rage against the machine og sérstaklega þetta lag (ásamt öðrum) hafði mikil áhrif á óharðnaðan uppreisnarhuga minn á mótunarárunum.

Hef sungið þetta lag af mikilli innlifun allt frá því ég heyrði það fyrst.

Killing in the name of!

No comments: