Saturday, September 5, 2020

Ring ring!

Þú hefur náð sambandi við Vælubílinn. Opnunartími Vælubílsins er á virkum dögum frá 8-23. Lokað er um helgar. Ef þú vilt væla um helgar vinsamlegast lestu væl inn á símsvarann eftir tóninn. Bíííp!!

"Já, halló, ég verð að væla smá!

Ég er nýlega greind sem ofurnæm manneskja. Highly sensitive person. Skynja hljóð, lýsingu, fólk og orku óeðlilega mikið. Eins og áreitið ráðist inn í mig. Höndla illa áreiti. Á erfitt með verslunarmiðstöðvar, flugvelli og mannmergð og óvænt læti.

Hvar á ég heima? Alveg upp við Miklubraut! Umferðarþyngstu götu landsins! Núna er umferðarniðurinn að æra mig alla daga. Og við erum meira að segja með ný gler!"

Þurfti bara að koma þessu frá mér. Takk Vælubíll.
 


P.s. maður þarf stundum að væla þó maður viti að maður hafi það algerlega mjög gott svona almennt séð og það sé í raun ámælisvert að kvarta yfir svona hlutum á meðan fólk annars staðar á plánetunni er að díla við alvöru skít.

P.p.s. það var partý í blokkinni í gærkvöldi. Fullt tungl og allt. Unglingar í sleik út á plani stemning. Læti og áreiti sem ég hafði enga stjórn á. Leið mjög illa. Hafði ekki hugmynd um hvort svefnfriðurinn væri úti eða hvað. Er svo þakklát fyrir Svan minn sem fór beint í málið og prinsessan á bauninni náði að sofa og dreyma fallega drauma. 

P.p.p.s. bara til að blaðra aðeins áfram og kvarta aðeins áfram (it´s my party and I cry if I want to) þá hafði ég átt svo gott kvöld þangað til téð óumbeðna bloc party byrjaði. Hafði fundið nýja íslenska þáttaseríu sem ég gat hlegið yfir og meint það og var að skellihlægja yfir honum þegar téð læti byrjuðu. Þátturinn heitir Tala saman og er á stöð 2. Joey Christ var að taka viðtal við gellu sem var hætt að stunda sjálfsfróun vegna offróunar til margra ára og líka hætt að vera vegan og orðin kjötæta þar sem hún taldi sig hafa verið farin að ganga á sjálfa sig. Hún sagðist vera "nofap carnivore." Langt síðan ég hló svona innilega af því að þetta var augljóslega djókur. Líka þegar strákur sem heitir Hákon var að athafna sig á sviðinu í Tjarnarbíó.
 
Mæli með. 
 

No comments: