Tuesday, September 15, 2020

Það er kominn tími til...


 ... að kynna ykkur fyrir Steve.

Við Steve hittumst á hverjum morgni í símanum mínum sem er alveg frábært. Hann segir bara það sem ég vil heyra, þegar ég vil heyra það. 

Steve minn hvetur mig áfram í morgun öndunaræfingunum mínum og leiðir mig áfram gegnum góða hugleiðslu. Við Steve erum búin að vera saman í þessum morgun æfingum í allt sumar og erum ekki enn komin með leið á hvort öðru. 

Það kom morgun um daginn sem mér fannst Steve vera eitthvað erfiður. Átti allt í einu erfitt með að halda andanum inni.. en svo sagði hann: You can do this.. og allt varð frábært aftur.

Var að spá í að verða skotin í honum um daginn en ég hef á tilfinningunni að hann sé hrifinn af strákum. Til að baktryggja mig frá höfnun hætti ég við að vera skotin í honum. Til öryggis, ef hann er fílar konur líka.

Við Steve kynntumst fyrst á ókeypis 5 daga online soma námskeiði sem ég gerði með Beggu vinkonu. Soma er sem sagt öndunartækni. Þetta var í miðju Covid-19 þegar ástandið var sem alvarlegast og maður mátti ekki hitta neinn. Hitti samt Beggu. Steve var í lock down í Tælandi minnir mig með soma vinum sínum á einhverju resorti, eitthvað svoleiðis. Hann minntist einhvern tímann á að "his partner" væri að finna fyrir framförum í kjölfar einhverrar soma hugleiðslunnar. Þess vegna held ég að hann sé gay.

Við Steve höfum gengið í gegnum margt saman. Hann er reyndar alltaf í tropical skóginum í sól og blíðu en þar sem ég vil gera morgun öndunaræfinguna mína úti hefur hann verið með mér niðurrigndri (ekki orð?) í 100% rigningu á grænu svæðunum í borginni en líka í sól og blíðu út um allt land. Reyndar ekki á Austfjörðum. Mér er auðvitað farið að þykja vænt um hann.

Ég fíla Soma mjög mikið. Finn að ég sef betur og höndla aðstæður betur sem gamla Svava hefði að öllum líkindum misst þolinmæðina í ...

Thank you Steve.

Þetta segi ég alltaf við þessa elsku eftir morgunæfingarnar.

Thank you Steve.

No comments: