Wednesday, September 23, 2020

The home edit

Ég er svo lukkuleg með þátt sem ég var að finna á Netflix. 

Hann heitir The home edit. Þarna eru tvær hressar skvísur á ferð sem reka eins konar skipulagsfyrirtæki. Þær fara inn á heimili og hjálpa fólki að endurskipuleggja rými heima hjá sér, raða í hillur og svona. Alveg himneskt fyrir skipulagsfrík eins og mig. Í hverjum þætti fara þær inn á tvö heimili, annað hjá einhverjum frægum og hitt hjá venjulegri fjölskyldu.

Í fyrsta þættinum fara þær heim til Reese Witherspoon og hjálpa henni með að skipuleggja "her memerobilia" á nýja heimilinu í Nashville. Þetta var alveg nýtt orð fyrir mér en memerobilia er sem sagt yfirlit yfir vinnu viðkomandi. Í þættinum eru þær að raða inn í hillur fötunum hennar úr öllum kvikmyndunum sem hún hefur leikið í. Líka öllum kjólunum sem hún hefur farið í á Óskarinn og aðrar verðlaunaafhendingar. Mjög spennandi verkefni sem sagt. Þær koma með teymið sitt og skipulegga svæðið. Það er mjög flott hvernig það er gert. Mæla hillurnar og kjólana og dressin. Þetta eru myndir á borð við Legally blonde og Big little lies og svoleiðis. Mjög spennandi fyrir skipulagsfrík. Útkoman er rosalega flott!

Af einhverjum ástæðum ærast aðallega konur yfir svona en það eru bara einhver endorfín sem fara af stað í hausnum á manni þegar maður sér útkomuna. Allt hreint og fínt. Allt á sínum stað og MERKT. Stílhreint.

Þær stöllur Joanna og Clea vinna samkvæmt ákveðnu kerfi og raða til dæmis bókum og litum og slíku eftir regnbogakerfi. Þær eru mjög vinsælar á Instagram.
 
Þegar þær fara til venjulegrar fjölskyldu er vanalega allt í drasli og bílskúrinn eða fataskápurinn í messi. Þær vinna skipulega en spyrja alltaf hvað sé notað mest og hvað er sentimental, hverju má henda og slíkt.

Sko, þegar fólkið kemur svo aftur heim og fær að sjá dýrðina þá eru hughrifin slík að undirrituð hefur alveg tárast. Yes suree Bob.
 
Eitthvað fyrir þá sem eru með dass af OCD.





No comments: