Tuesday, August 25, 2020

Ask and you shall recieve!

Var að leita logandi ljósi að stimpilklukku í gær. 

Langaði að fá smá pásu frá því að vera mamma. Stimpla mig út. Frysta tímann, smeygja mér út úr honum og fá að vera ég. Ekki: "mamma!!" í smá stund.

Það var mikið í gangi með börnin. Skólasetning. Sem kallaði á að finna skólatöskurnar, finna út með pössun, hvenær er sund? Omg, nesti. Hver tekur á móti barninu úr skólanum á morgun af því að ég er að vinna... 

... klifurnámskeið, hjólanámskeið, dagleg dramaköst 7 ára barns...

Var meira að segja hætt að brosa þegar ég strunsaði út í Suðurver leitandi að nesti fyrir skóladaginn í gærkvöldi. 

En.. var bjargað af bjöllunni. Saved by the bell.

Ask and you shall recieve. Skólinn er byrjaður og ég fæ svigrúm yfir daginn núna.

Mín innri móðir ljómar. 

(Það er reyndar lygi, en hún kemur til með að gera það bráðum.)




No comments: