Ég er ferlega reglubundin manneskja. Þrífst á rútínum.
Hef til dæmis einsett mér að þrífa kerfisbundið alla íbúðina, hluta fyrir hluta, einn hluta á dag, og er þess vegna með fjall af yfirhöfnum fyrir framan mig núna. Þetta er hluti af hinni árlegu "vorhreingerningu" sem er svo ekkert endilega á vorin.
Eins blogga ég alltaf á þriðjudögum. Var bara að muna það núna að ég ætti að blogga í dag.
Í dag var góður dagur. Góð orka. Mér líður vel þrátt fyrir rigningardag nr 7 eða eitthvað álíka. Nuddaði mjög vel í gær og nuddaði mjög vel í dag. Tvær konur í gær og tvær konur í dag. Sendi þær allar út í geim með fótanuddinu mínu:)
Þær voru allar svo ánægðar. Þá er ég ánægð.
Það er ekkert svo slæmt að nudda með grímu. Tók mig bara smá tíma að venjast því. Elliðárdalurinn er orðinn hluti af daglegu rútínunni minni. Ég elska hann svo mikið. Svo kemur hann til mín þegar ég er að nudda.
Ást og friður.


No comments:
Post a Comment