Tuesday, July 7, 2020

Mömmuhjartað...

... slær sterkt núna.

Stefán minn (12 ára) fór í Vatnaskóg með vinum sínum í morgun og verður alla vikuna.

Hann hefur aldrei gist annars staðar en hjá okkur og ömmu sinni og afa og er svo allt í einu farinn í sumarbúðir.

Mömmuhjartað er að stækka. Þessi strengur milli móðurs og barns er svo sérstakur. Sterkur en viðkvæmur..

Hringdi í sumarbúðirnar í morgun (eins og maður gerir...) og beygði næstum af..

Auðvitað er allt í góðu. Hjartastöðin mín er bara galopin eins og vanalega:)

Er á námskeiði um orkustöðvarnar 7 hjá Klöru K í Yogashala og er að læra heilmikið um orku. 

Þetta snýst jú allt um orku.

Sleppi núna tökunum á þessu. Líður mun betur eftir símtalið við forstöðumanninn:)

No comments: