finn að æ fleiri mínútur fara í samanburð.
Æskuvinkonurnar, fjölskyldan, foreldrarnir í vinahópnum hjá Guðrúnu Höllu... öll komin með betra heimili. Ef ekki einbýlishús, þá raðhús eða lítið fjölbýli. Við ennþá í blokkaríbúð með samliggjandi herbergjum fyrir krakkana.
Smá skondið að þetta er samanburðurinn sem ég er í. Þessi hluti lífsins. Því ekki er ég í samanburði með fatastíl! Nei, nei. Þar er mér slétt sama. Var eins og einhver niðursetningur í gær í bænum þegar ég var að sjálfboðaliðast með 88 ára gömlum félaga mínum. Síminn sagði rigning svo ég fór í regnkápuna. Auðvitað fór ekki að rigna en mér líður svo lúðalega í þessum regnjakka einmitt í svona aðstæðum. Bara sól, engin rigning. Er bara í fötum sem eru þægileg núna og gleymdu því að það sé einhver stíll á þeim. Nei, bara föt.
Finnst þetta smá miður en ekki eins miður og mér finnst þetta með íbúðina. Aðallega vegna þess að hér er margt að grotna og falla í sundur. Parketið, skápurinn undir vaskinum inn á baði.. skóskápurinn.. Aðallega parketið. Held okkur langi bara að fara. Flytja. Það er kominn tími á það. Við Guðrún Halla töluðum saman í gær um að víkka leitina. Þetta þarf ekkert endilega að vera í Hlíðunum.
Verkefni vikunnar var að kaupa airtags fyrir ferðina. Okkur brá þegar við sáum verðmiðann samt. Eitt airtag á tæpar 6.000 kr og fjögur á tæpar 20.000 kr. Hættum við bara..
Hápunktur vikunnar var á mánudaginn þegar ég átti mjög góðan dag í nuddinu.
Lágpunktur vikunnar var á þriðjudaginn þegar ég var svo þreytt og kvíðin að það jafnaði sig ekki. Þjófavarnakerfið á bíl hafði farið af stað um nóttina á bílaplaninu fyrir utan og ég hrökk svo upp við lætin að taugakerfið mitt fór á hættustig. Það var ekki gaman. Mætti því með engar skeiðar í fjölskylduboð. Á meðan það var best í heimi að hitta fólkið mitt var það verst í heimi að líða svona illa á meðan.
Namaste.