... vandamál. En þegar heilsan fer þá hefur þú bara eitt vandamál.
Ekki halda að ég samdi ofangreint. Nei nei. Þetta var eitthvað sem ég sá á tiktok en er samt svo satt. Er á brún þess að fara panika en veit samt að ef ég væri ein út á landi til dæmis í smá tíma í algerri hvíld þá myndi vandamálið að öllum líkindum hverfa. Er sem sagt búin að vera með óútskýrðan hita í að verða þriðju viku. Var með 38,3 á þriðjudaginn en 37,6 í gær. Slöpp er orð sem á vel við. Kann ekki að gera ekki neitt svo á hverjum degi geri ég eitthvað. Fer eitthvað út. Get ekki verið heima bara. Svanur er smá miður sín út af þessu en er samt ekki að skilja að ég þarf hvíld.
Allavegana, fór nú samt í þessu ástandi í vikunni og gerði alls konar. Virðist ekki hafa smitað neinn hingað til svo það er gott. Fór til dæmis í leikhús sem er magnað framtak hjá Afturámóti hópnum. Keypti fernu, sem sagt tvo miða á fjórar sýningar. Þetta er líka algerlega minn tebolli, að skreppa út á stutta sýningu. Hún var bara 50 mínútur sýningin sem þýðir að ég var komin heim kl 21:30 (við Anna Lára vorum að spjalla saman út í bíl.)
Merkur áfangi gerðist í gær þegar við Svanur náðum að greiða niður eitt stykki húsnæðislán. Tilfinningin var svo góð að ég held að ég geri þetta í hvert skipti sem ég fæ smá summu núna. Þetta getur bara ekki verið slæm hugmynd. Alltaf gott að greiða niður lán. Hvað gerist annars? Erfa börnin skuldirnar?
Annars kom eitt þeirra í mat í gær. Elsku kæra Emilía Sól. Það var gott að fá hana til okkar. Gott að hanga aðeins með henni. Gerði falskan héra sem féll vel í kramið hjá öllum. Emilía var að koma heim úr tveggja vikna Spánarferð með vinkonum. Hún fékk sér tattú í ferðinni sem hún tileinkaði okkur Svani. Við sjáum mynd:
Frekar sætt, ekki satt?
Verkefni vikunnar var að byrja spá í fyrirhugaðri Ítalíuferð. Aðeins að spá í hvað er mikilvægast að taka með. Það er ótrúlegt hvað mér finnst erfitt að pakka. Tek iðullega eitthvað með sem ég nota svo ekki. Um helmingurinn af ferðatöskunni minni er alltaf þannig. Er að spá í að fara með lítið og þar sem ég versla mér aldrei föt er ég að spá í að versla fötin sem ég verð í á Ítalíu í Danmörku. Þangað sem við förum fyrst.
Hápunktur vikunnar var klárlega leiksýningin á miðvikudagskvöld þar sem Katla Njáls sigraði hjartað mitt með frammistöðu sinni. Ég stóð upp í lok leiksigursins eins og allir aðrir og klappaði og klappaði og kallaði "bravo!" minnst tvisvar í örvinglan. Mér skilst að maður eigi ekki einu að gera það en ... ég var bara mjög impressed. Ok?! Það skemmdi ekki fyrir þessu kvöldi að flottasta konan landsins afgreiddi mig í sjoppunni fyrir sýninguna.
Lágpunktur vikunnar var klárlega í gær þegar ég var lasin en fór samt að hitta gönguvininn minn niðrí bæ. Er sem sagt orðin gönguvinur hjá Rauða krossinum sem sjálfboðaliði. Ég var það slöpp að ég vissi ekki alveg hvort ég myndi meika þetta. Leið ekki vel með að fara hitta 88 ára gamla konu í þessu ástandi. Var reyndar bara með held ég 37,4 á þessum tímapunkti. Við vorum úti allan tímann svo ég var að öllum líkindum ekki að fara smita hana og ég held að maður geti hvort sem er ekki smitað neinn af einhvers konar manns eigin veirusýkingu. Hef ekki gert það hingað til. Við vonum það besta.
Namaste.
No comments:
Post a Comment