Skrýtin, óhefðbundin vika að baki.
Allan tímann á meðan Guðrún Halla var í Vindáshlíð var ég veik og með hita. Alveg nýtt fyrir mér en þannig skreið ég inn í vikuna. Með hita og næstum óráði. Gerði allt sem var á dagskránni og mætti þangað sem ég átti að mæta en vá, hvað ég er fegin að þetta er búið.
Sótti baby á Holtaveginn og mikið var hún glöð og ánægð með vistina í Vindáshlíð. Núna er henni farið að leiðast aftur svo ... mamman heldur sig nærri henni. Það er svo erfitt að sjá barnið sitt leiðast.
Ég er bæði komin í Virk og orðinn sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Er komin með fínan ráðgjafa og fína hjálp í Virk. Planið er að mjaka mér aftur út á vinnumarkaðinn í haust. Ég skráði mig sem gönguvin hjá Rauða krossinum og byrjaði þar í gær.
Gærdagurinn var ágætur. Stefán Máni fékk bílprófið sitt sem er stórmál og við fórum öll í Hliðsnesið að fagna. Svo fórum við Guðrún Halla í sund sem var mjög gott. Óvenju góð sundferð og spontant hvernig við lögðum af stað. Miðað við hversu grumpy ég var þegar ég vaknaði (eða "rotten" eins og Stefán orðaði það) breyttist dagurinn í sumarsælu þökk sé börnunum.
Verkefni vikunnar var að finna annað hnífasett. Steikarhnífarnir hafa verið að detta í sundur undanfarið. Kominn tími á nýja. Fór fýluferð í Byko og Húsasmiðjuna sem var svekkjandi. Ætla að reyna við Byggt og búið næst. Kokka var of dýr og var heldur ekki með svona sett eins og mig vantar. Ekki fer ég í Ikea ótilneydd en ég frétti að þar eru þessi blessuðu sett sem ég er að leita að.
Hápunktur vikunnar var gærdagurinn um og eftir kl. 11. Hádegismatur með foreldrum mínum úti í Hliðsnesi, Stefán að ná þessum merka áfanga. Gaf af mér til samfélagsins og þessi sundferð með Guðrúnu Höllu kom mér í svo gott skap að ég hló smá. Náðum líka að horfa á tvo House þætti:)
Lágpunktur vikunnar var í byrjun vikunnar þegar ég var ennþá að berjast við kommurnar. Ætli mánudagurinn hafi ekki verið verstur þegar ég var ennþá með 37,7 en svo var hitinn að fara niður. Kann ekki fyrir mitt litla líf að vera bara heima þegar svona ber undir. Það myndi vera dauði og djöfull.
Namaste vinir,
ykkar Svava.
No comments:
Post a Comment