... þegar allt er eins og það á að vera en á sama tíma ekki.
Við Guðrún Halla áttum indæla viku. Bara einn dagur sem henni leiddist. Það er nú eitthvað. Tókum góða ákvörðun um að fara út á land í hjólhýsið þegar veðrið var sem best og gistum eina nótt í Hraunborgum. Þetta var svo gott. Þegar maður er út á landi skilur maður ekki hvað maður er að gera yfir höfuð í borginni.
Þetta var svona vika sem ég var ekki í stuði fyrir verkefni en keypti mér nú samt hjólabuxur í gær til að vera í á Ítalíu. Undir kjólunum skiljiði. You win some, you loose some. Fékk hjólabuxurnar á mjög góðu verði en svo tapaði ég smá pening þegar ég lagði niðrí bæ þegar ég var að sjálfboðaliðast. Parka skráði mig allt í einu út og þá skráði ég mig aftur inn í símanum og gleymdi svo að skrá mig út. Það er ekki hægt að muna allt!
Hitti Jóa, minn gamla vin á vappinu í bænum sem var gaman. Græddi eitt gott faðmlag. Við göngufélagi minn röltum meðal annars Leifsgötuna sem er svo merkileg gata eitthvað. Staldraði við nr 14 þar sem langamma mín átti heima.
Ef ég gæti unnið við að sjálfboðaliðast á þennan máta og fengið borgað fyrir það væri lífið mitt reddað. Það er farið að liggja þungt á mér hvernig íbúðin er hætt að henta okkur. Krakkarnir stækka og það er orðið hálf vandræðalegt að hafa þau í þessum litlu herbergjum sem liggja saman. Er komin með á heilann að annað hvort búa til hurð inn til Guðrúnar Höllu eða færa eldhúsið yfir. Það myndi samt ekki leysa þennan vandræðagang með herbergin. Skoðaði fasteignavefinn um daginn og var ekkert sérstaklega ánægð með úrvalið. Það setur auðvitað strik í reikninginn að vilja vera í Hlíðunum, allavega þangað til hún klárar skólann.
Hápunktur vikunnar var klárlega á þriðjudaginn þegar við stelpan mín fórum til Hveragerðis í veðurblíðunni og svo til Selfossar og svo í Hraunborgir. Það var dásamlegur dagur.
Lágpunktur vikunnar var í gær þegar ég var að eiga mjög góðan dag en þurfti að leggja mig í hádeginu og sá þá að ég var komin með 38 stiga hita. Aftur.
Ég er svo staðráðin í að veikjast ekki að núna held ég hugsunum mínum hreinum og góðum og fókusa einungis á heilsu og gleði.
Yahoo!
Namaste.
No comments:
Post a Comment