Friday, August 29, 2025

Kannski næst

Draumurinn að ég fari ein út á KEF airport með yogadýnuna mína og sjálfa mig fjarlægðist í vikunni.

Í staðinn fyrir að fara á yoga retreat sýnist mér ég vera að fara á nokkur handboltamót innanlands með dóttur minni. Eitt í Vestmannaeyjum og eitt á Akureyri. Á afmælinu mínu. Ég hef ekki einu sinni áhuga á boltaíþróttum og er introvert en ég elska stelpuna mína og hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín?

Vikan einkenndist af hósta og slappleika. Er búin að vera að hósta í allar áttir í vikunni sem er bagalegt og búin að vera slöpp líka. Var ótrúlega dugleg í gær samt og kláraði heilmikla pappírsvinnu/tölvuvinnu fyrir Svan. Er reyndar starfsmaður hjá honum. Fannst í gær eins og allt væri að gerast í einu og að allt væri með deadline í gær en það var nú ekkert endilega þannig. Hausinn minn setti bara svona sence of urgency á alla hluti og vildi klára hlutina svo ég gæti byrjað á næsta. Allt í einu var verkefnalistinn svo langur. 

Fór og hitti göngufélagann minn niðrí bæ en ég er sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum einu sinni í viku. Það eru dásamlegar stundir. Núna var það hún sem róaði mig niður þar sem ég mætti kvíðin til hennar og var að spá í hvernig ég og öll þessi handboltalið ætluðum að koma okkur til Vestmannaeyja í október. Ég meina er ekki vont í sjóinn í október? Hvernig á allt þetta fólk að komast þangað? Og það sem mikilvægara er, aftur heim?

Held að það hafi veri hápunktur vikunnar, þessi fundur minn með göngufélaganum í gær. Annars er búið að vera mikið um faðmlög í vikunni. Hvort sem það er kírópraktorinn eða yogakennarinn eða göngufélaginn. Það segir mér að ég sé á réttu róli. 

Lágpunktur vikunnar voru klárlega öll hóstaköstin. Vont að hósta svona mikið. Held samt að hugsanlega kannski sé mér að fara batna. 

Framundan er drum circle. Hef ekki mætt í háa herrans tíð! Er búin að vera spennt fyrir því en ég þarf að sækja Styrmi minn strax klukkan 14 þar sem hann er í aðlögun á nýjum leikskóla. Feðgarnir buðu sér í mat líka svo ég þarf að troða bónusferð þarna inn einhvern veginn. 

Er bjartsýn sem er gott:)

Namaste. 

Friday, August 22, 2025

Vaxtarverkir Reykjavíkurborgar

Glansinn og rómantíkin er frekar mikið farin af Reykjavíkurborg að mínu mati. Í bakgrunni hugans heyri ég lagið Í Reykjavíkurborg eftir Jóhann Helgason.

Ætíð mun ég elska þig

bæði ár og síð

og ef þú vilt eiga mig

glöð ég gjarnan bíð

Að búa við Miklubraut er að verða yfirþyrmandi. Sírenuvæl og hróp og köll í hverfinu sem er sífellt að verða fjölmennara og fjölmenningarlegra er því miður yfirþyrmandi. Ásýndin er allt önnur en fyrir 10 árum til dæmis.

Lífið kemur lífið fer

veldur gleði og sorg

heit af ástum ein ég er

í Reykjavíkurborg.

Umferðin er orðin eitthvert grín á köflum. Var í strætóferðum í gær (Stefán tók bílinn) og á leiðinni heim festist ég í troðfullum strætó kl 15 í meira en 45 mínútur. Troðfullur strætó, yfirþyrmandi umferð og allt stopp. Kom í ljós að það var slys sem olli þessum töfum en fjárinn. Mig er farið að langa til að flytja burt. 

Koma tímar, koma ráð

segir máltækið.

Þá ég bara bíða má

í Reykjavíkurborg.

Mér hefur alltaf þótt miðbærinn heillandi. Þingholtin, miðbærinn, Lækjartorg, Tjörnin.. En undanfarið er mannfjöldinn orðin yfirþyrmandi. Íslending hvergi að sjá og rómansinn næstum farinn. Það er enginn vingjarnlegur strætóbílstjóri lengur, verð nojuð ef ég panta leigubíl og já, það á víst að fara troða nýbyggingu inn í Þingholtin. Hver er sjarminn í því?

Ó, ef ég fengi falið þér

mína miklu ást

oki yrði létt af mér

ég þyrfti ei meira að þjást

ég þyrfti ekki að líða þrá

og bera út á torg

mína einu sönnu ást

í Reykjavíkurborg.

Ég þori varla að fara á bílnum niðrí bæ lengur. Bæði erfitt að fá stæði og maður má ekki vera lengur en tvo tíma held ég. Sem er slæmt fyrir mig ef ég vil fara á seremóníu á Mama. Langar eiginlega ekki að taka strætó aftur í bráð eftir gærdaginn þar sem ég var tvo tíma að koma mér heim. Já, ég hefði vissulega getað gert betur og tekið réttan strætó en .. það gerðist því miður ekki. Var þess vegna sein að hitta vini mína á Snorrabar. Mikið var gott að hitta hópinn minn. Skítana mína. Vil eiginlega bara vera í kringum fólk sem mér líður vel með og þau eru í þeim hópi. Ekki spilltu veigarnar nú fyrir..

Komdu til mín komdu fljótt

beðið get ég ei

árin líða svo undur skjótt

segðu ekki nei.

Hvort ástin láti bjóða sér

allt og hvað sem er

er nú orðin eilífleg

spurn á vörum mér.

Það er nú samt ákveðinn lúxus að vera skutlað á barinn og svo frá barnum af syni sínum. Dagurinn í gær hefði samt verið miklu auðveldari ef ég hefði verið á bílnum. Aftur á móti var þetta mitt framlag við bíllausan lífstíl en damn, of margir bílar, of margir í strætó, of mikið af fólki alls staðar. Skólavörðustígurinn undirlagður af túristum.. Hugur minn er hjá þeim sem þurfa að standa í þessum strætóferðum daglega. 

Einn þú hefur svarið við

minni ástarsorg.

Löng er orðin þessi bið

í Reykjavíkurborg.



Namaste.


Wednesday, August 20, 2025

Eitur í mínum beinum

 Nokkur orð um frekju og yfirgang.

Þoli ekki frekju og yfirgang. Ekki það að aðrir geri það en mér líður eins og aðrir höndli það miklu betur en ég. Verð vör við þetta víða; Á vinnustöðum, í stjórnmálum, viðskiptalífinu, í fjölskyldum, fjölbýlishúsum, á húsfundum, félagasamtökum.. Umferðin er frábært dæmi. Hver hefur ekki lent í frekju og yfirgangi þar? Ansi víða sem sagt og út um allt. 

Það er erfitt að útskýra hvað gerist innra með mér þegar ég upplifi frekju og yfirgang. Ætli það sé ekki minn innri sósíalisti sem fyrst vill öskra í allar áttir en koðnar svo niður og deyr í einhvers konar særindum og leiðindum. 

Sú staðreynd að sá sem er frekastur og með mesta yfirganginn vinnur oftast mun að eilífu æra mig. 

Hvernig get ég fundið frið í sálinni í kringum fólk eða fjölskyldumeðlimi sem eru með frekju og yfirgang? 

Mesta frekjan og yfirgangurinn sem ég hef upplifað var þegar ég var heima í fæðingarorlofi með Guðrúnu Höllu veturinn 2013-2014 og manneskjum hinum megin í blokkinni sáu ekkert athugavert við það að mótor sem var staðsettur beint fyrir neðan svefnherbergið mitt ylli mér sálrænu ónæði allan sólarhringinn. Hann hélt kælipressunni gangandi svo þau gætu verið með svona walk in ísskáp. (Eða var mótorinn sjálf kælipressan?) Þegar blokkin var byggð um 1955 voru ekki til ísskápar svo mikið svo þetta var gert. Útbúið kælirými sem hægt var að labba inn í. Það er svipuð blokk í Eskihlíð víst með sama kerfi. Árið 2013 var þetta löngu úrelt og flestir búnir að gera eitthvað allt annað við þessi rými nema nokkrar sálir hinum megin sem virtust standa á sama um geðheilsu mína. Sem betur fer vann ég mál gegn þeim hjá kærunefnd húsamála því þessi læti voru bókstaflega að gera mig geðveika.

Ég mun að eilífu halda með fólki sem verður fyrir ónæði, frekju og yfirgangi og að eilífu vera í nöp við og ekki tengja við fólk sem er með frekju og yfirgang. Tala nú ekki um ef þau valda ónæði.

Namaste.

Friday, August 15, 2025

Home sweet home

Hef sjaldan verið jafn fegin að koma til ÍSlands og í gær. 

Það er eitthvað við hita yfir 36 gráðum, ferðalög í lestum í slíkum hita og moskítóbit sem virkar lamandi á Svövuna. Veit að það fer nú ekkert vel í flesta en ég er nú bara að skrifa um sjálfa mig og mínar upplifandi hérna.

Dásamlegu 11 daga ferðalagi með fjölskyldunni minni er lokið. Eftir sitja bæði góðar minningar en líka erfiðar. Kaupmannahöfn er náttúrulega bara æði. Tívolí og alls konar með fólkinu mínu var nærandi og afslappandi. Köben er svöl og ligeglad. Við flugum þaðan til Florence, Italy til að sameinast stórfjölskyldunni í Belverede Farmhouse í Tuscany til að fagna sjötugsafmæli móður okkar. A hot new bombshell enters the villa

Fann um leið og ég kom út úr flugvélinni að ... þessi hiti var dáldið mikill. Dagdrykkja með fólkinu mínu hjálpaði. Það sem var erfitt var ekki bara að barnabarnið vildi ekkert með mig hafa heldur líka að daginn eftir að við komum gat ég varla snúið mér við án athugasemda. Það var ekkert sem ég virtist gera rétt. 

Vissulega hef ég ekki reynslu af moskítóbitum og spreyjum þeim tengdum, heldur voru athugasemdir um hvernig ég hellti upp á kaffið og setti óvart á langt program á þvottavélinni meira en ég þoldi. En hey, ég er líka viðkvæmasta blómið í fjölskyldunni og þó víðar væri leitað í öðrum fjölskyldum.

Tók eitt meltdown á þriðja degi sem ég réð ekkert við þar sem ég bannaði Svani að fara frá mér. Þessar athugasemdir allar voru sárameinlausar og vel meintar enda eru þessi sprey til varnar bitum eitur og eiga alls ekki að vera nálægt börnum og maður á að spreyja á sig (ekki á bitin) í sérstöku herbergi og þvo hendurnar á eftir. Þær komu bara beint á eftir að ég fattaði að heimferðin væri illa skipulögð. Við flugum frá Mílanó heim til að geta verið í beinu flugi en Mílanó er jú ansi langt frá þar sem við vorum og að fara í lest alla leið þangað samdægurs myndi þýða að frú Svava myndi þurfa að vakna í stressi um nótt. Það var auðvitað ekki í boði svo ég, frú Svava, með mikilli hjálp frá Óla mínum var að græja lestarferð og gistingu nóttina fyrir í Mílanó fyrir mig og táningana mína ÞRJÁ þegar þær komu hver af annarri. Svava klúðraði. Barnið vill ekki einu sinni vera hjá mér. 

Það var eftir að þau (bræður mínir tveir og mágkonur) höfðu kvöldið áður talað lengi um hvað þau væru samstillt í heimilisverkum og verkaskiptingum á heimilinu. Þau eru fullkomin í mínum augum og mér finnst ég lítið passa þar inn. Eina planið mitt er Virk þar sem ég virðist vera í langri en stöðugri kulnun. Kannski einmitt eitthvað tengt umræðunni kvöldið áður.

Ég grét líka þegar Styrmir minn tók smá kast þegar ég var að passa hann svo ég þurfti að hringja í Óla. Hafði aldrei séð barnið í þessum ham. Það var þegar við vorum að horfa á myndband með honum og foreldrum sínum og lagið Home is whenever I'm with you var undir að tárin fóru að renna. Þá sátum við á bekknum fyrir framan húsið og vorum að bíða eftir að þau myndu renna í hlað.

En auðvitað voru góðir tímar líka. Meira segja gulli sleginn augnablik þar sem bróðir minn var að fíflast til að ná góðum myndum af krökkunum sem ég vil aldrei gleyma. Að sjá þennan bróður minn leika svona trúð lætur mig brosa þegar ég hugsa um það. Líka svo dásamlegar stundir að þegar ég horfi á myndir og myndbönd frá þeim fara tárin að renna. Tár gleði og kærleiks og ástar og fjölskyldu.

En þetta er lífið. Good and bad. Love you still. 

Ætlaði nú að vakna í dag og hitta hina fjölskylduna mína, þeirri sem ég get verið fyllilega ég sjálf með, í trommuhring en líkaminn sagði NEI. Þarf að fara með hann í ræktina og infrarauðu sánuna og láta hann hreyfa sig. Held hann sé í smá sjokki yfir hitabreytingunum. 

Namaste.

P.s. Allt í allt var ferðin mjög heilandi. Tryggvi bróðir faðmaði mig samtals þrisvar. Það er nú eitthvað!

Friday, August 1, 2025

Gleði


Þessir hérna færa mér gleði daglega. Mæli með að hlusta og dansa.

Er á sveitahóteli og það er erfitt að blogga í símanum. Later☺️

Namaste