Draumurinn að ég fari ein út á KEF airport með yogadýnuna mína og sjálfa mig fjarlægðist í vikunni.
Í staðinn fyrir að fara á yoga retreat sýnist mér ég vera að fara á nokkur handboltamót innanlands með dóttur minni. Eitt í Vestmannaeyjum og eitt á Akureyri. Á afmælinu mínu. Ég hef ekki einu sinni áhuga á boltaíþróttum og er introvert en ég elska stelpuna mína og hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín?
Vikan einkenndist af hósta og slappleika. Er búin að vera að hósta í allar áttir í vikunni sem er bagalegt og búin að vera slöpp líka. Var ótrúlega dugleg í gær samt og kláraði heilmikla pappírsvinnu/tölvuvinnu fyrir Svan. Er reyndar starfsmaður hjá honum. Fannst í gær eins og allt væri að gerast í einu og að allt væri með deadline í gær en það var nú ekkert endilega þannig. Hausinn minn setti bara svona sence of urgency á alla hluti og vildi klára hlutina svo ég gæti byrjað á næsta. Allt í einu var verkefnalistinn svo langur.
Fór og hitti göngufélagann minn niðrí bæ en ég er sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum einu sinni í viku. Það eru dásamlegar stundir. Núna var það hún sem róaði mig niður þar sem ég mætti kvíðin til hennar og var að spá í hvernig ég og öll þessi handboltalið ætluðum að koma okkur til Vestmannaeyja í október. Ég meina er ekki vont í sjóinn í október? Hvernig á allt þetta fólk að komast þangað? Og það sem mikilvægara er, aftur heim?
Held að það hafi veri hápunktur vikunnar, þessi fundur minn með göngufélaganum í gær. Annars er búið að vera mikið um faðmlög í vikunni. Hvort sem það er kírópraktorinn eða yogakennarinn eða göngufélaginn. Það segir mér að ég sé á réttu róli.
Lágpunktur vikunnar voru klárlega öll hóstaköstin. Vont að hósta svona mikið. Held samt að hugsanlega kannski sé mér að fara batna.
Framundan er drum circle. Hef ekki mætt í háa herrans tíð! Er búin að vera spennt fyrir því en ég þarf að sækja Styrmi minn strax klukkan 14 þar sem hann er í aðlögun á nýjum leikskóla. Feðgarnir buðu sér í mat líka svo ég þarf að troða bónusferð þarna inn einhvern veginn.
Er bjartsýn sem er gott:)
Namaste.


