Glansinn og rómantíkin er frekar mikið farin af Reykjavíkurborg að mínu mati. Í bakgrunni hugans heyri ég lagið Í Reykjavíkurborg eftir Jóhann Helgason.
Ætíð mun ég elska þig
bæði ár og síð
og ef þú vilt eiga mig
glöð ég gjarnan bíð
Að búa við Miklubraut er að verða yfirþyrmandi. Sírenuvæl og hróp og köll í hverfinu sem er sífellt að verða fjölmennara og fjölmenningarlegra er því miður yfirþyrmandi. Ásýndin er allt önnur en fyrir 10 árum til dæmis.
Lífið kemur lífið fer
veldur gleði og sorg
heit af ástum ein ég er
í Reykjavíkurborg.
Umferðin er orðin eitthvert grín á köflum. Var í strætóferðum í gær (Stefán tók bílinn) og á leiðinni heim festist ég í troðfullum strætó kl 15 í meira en 45 mínútur. Troðfullur strætó, yfirþyrmandi umferð og allt stopp. Kom í ljós að það var slys sem olli þessum töfum en fjárinn. Mig er farið að langa til að flytja burt.
Koma tímar, koma ráð
segir máltækið.
Þá ég bara bíða má
í Reykjavíkurborg.
Mér hefur alltaf þótt miðbærinn heillandi. Þingholtin, miðbærinn, Lækjartorg, Tjörnin.. En undanfarið er mannfjöldinn orðin yfirþyrmandi. Íslending hvergi að sjá og rómansinn næstum farinn. Það er enginn vingjarnlegur strætóbílstjóri lengur, verð nojuð ef ég panta leigubíl og já, það á víst að fara troða nýbyggingu inn í Þingholtin. Hver er sjarminn í því?
Ó, ef ég fengi falið þér
mína miklu ást
oki yrði létt af mér
ég þyrfti ei meira að þjást
ég þyrfti ekki að líða þrá
og bera út á torg
mína einu sönnu ást
í Reykjavíkurborg.
Ég þori varla að fara á bílnum niðrí bæ lengur. Bæði erfitt að fá stæði og maður má ekki vera lengur en tvo tíma held ég. Sem er slæmt fyrir mig ef ég vil fara á seremóníu á Mama. Langar eiginlega ekki að taka strætó aftur í bráð eftir gærdaginn þar sem ég var tvo tíma að koma mér heim. Já, ég hefði vissulega getað gert betur og tekið réttan strætó en .. það gerðist því miður ekki. Var þess vegna sein að hitta vini mína á Snorrabar. Mikið var gott að hitta hópinn minn. Skítana mína. Vil eiginlega bara vera í kringum fólk sem mér líður vel með og þau eru í þeim hópi. Ekki spilltu veigarnar nú fyrir..
Komdu til mín komdu fljótt
beðið get ég ei
árin líða svo undur skjótt
segðu ekki nei.
Hvort ástin láti bjóða sér
allt og hvað sem er
er nú orðin eilífleg
spurn á vörum mér.
Það er nú samt ákveðinn lúxus að vera skutlað á barinn og svo frá barnum af syni sínum. Dagurinn í gær hefði samt verið miklu auðveldari ef ég hefði verið á bílnum. Aftur á móti var þetta mitt framlag við bíllausan lífstíl en damn, of margir bílar, of margir í strætó, of mikið af fólki alls staðar. Skólavörðustígurinn undirlagður af túristum.. Hugur minn er hjá þeim sem þurfa að standa í þessum strætóferðum daglega.
Einn þú hefur svarið við
minni ástarsorg.
Löng er orðin þessi bið
í Reykjavíkurborg.
Namaste.


No comments:
Post a Comment