Hef sjaldan verið jafn fegin að koma til ÍSlands og í gær.
Það er eitthvað við hita yfir 36 gráðum, ferðalög í lestum í slíkum hita og moskítóbit sem virkar lamandi á Svövuna. Veit að það fer nú ekkert vel í flesta en ég er nú bara að skrifa um sjálfa mig og mínar upplifandi hérna.
Dásamlegu 11 daga ferðalagi með fjölskyldunni minni er lokið. Eftir sitja bæði góðar minningar en líka erfiðar. Kaupmannahöfn er náttúrulega bara æði. Tívolí og alls konar með fólkinu mínu var nærandi og afslappandi. Köben er svöl og ligeglad. Við flugum þaðan til Florence, Italy til að sameinast stórfjölskyldunni í Belverede Farmhouse í Tuscany til að fagna sjötugsafmæli móður okkar. A hot new bombshell enters the villa.
Fann um leið og ég kom út úr flugvélinni að ... þessi hiti var dáldið mikill. Dagdrykkja með fólkinu mínu hjálpaði. Það sem var erfitt var ekki bara að barnabarnið vildi ekkert með mig hafa heldur líka að daginn eftir að við komum gat ég varla snúið mér við án athugasemda. Það var ekkert sem ég virtist gera rétt.
Vissulega hef ég ekki reynslu af moskítóbitum og spreyjum þeim tengdum, heldur voru athugasemdir um hvernig ég hellti upp á kaffið og setti óvart á langt program á þvottavélinni meira en ég þoldi. En hey, ég er líka viðkvæmasta blómið í fjölskyldunni og þó víðar væri leitað í öðrum fjölskyldum.
Tók eitt meltdown á þriðja degi sem ég réð ekkert við þar sem ég bannaði Svani að fara frá mér. Þessar athugasemdir allar voru sárameinlausar og vel meintar enda eru þessi sprey til varnar bitum eitur og eiga alls ekki að vera nálægt börnum og maður á að spreyja á sig (ekki á bitin) í sérstöku herbergi og þvo hendurnar á eftir. Þær komu bara beint á eftir að ég fattaði að heimferðin væri illa skipulögð. Við flugum frá Mílanó heim til að geta verið í beinu flugi en Mílanó er jú ansi langt frá þar sem við vorum og að fara í lest alla leið þangað samdægurs myndi þýða að frú Svava myndi þurfa að vakna í stressi um nótt. Það var auðvitað ekki í boði svo ég, frú Svava, með mikilli hjálp frá Óla mínum var að græja lestarferð og gistingu nóttina fyrir í Mílanó fyrir mig og táningana mína ÞRJÁ þegar þær komu hver af annarri. Svava klúðraði. Barnið vill ekki einu sinni vera hjá mér.
Það var eftir að þau (bræður mínir tveir og mágkonur) höfðu kvöldið áður talað lengi um hvað þau væru samstillt í heimilisverkum og verkaskiptingum á heimilinu. Þau eru fullkomin í mínum augum og mér finnst ég lítið passa þar inn. Eina planið mitt er Virk þar sem ég virðist vera í langri en stöðugri kulnun. Kannski einmitt eitthvað tengt umræðunni kvöldið áður.
Ég grét líka þegar Styrmir minn tók smá kast þegar ég var að passa hann svo ég þurfti að hringja í Óla. Hafði aldrei séð barnið í þessum ham. Það var þegar við vorum að horfa á myndband með honum og foreldrum sínum og lagið Home is whenever I'm with you var undir að tárin fóru að renna. Þá sátum við á bekknum fyrir framan húsið og vorum að bíða eftir að þau myndu renna í hlað.
En auðvitað voru góðir tímar líka. Meira segja gulli sleginn augnablik þar sem bróðir minn var að fíflast til að ná góðum myndum af krökkunum sem ég vil aldrei gleyma. Að sjá þennan bróður minn leika svona trúð lætur mig brosa þegar ég hugsa um það. Líka svo dásamlegar stundir að þegar ég horfi á myndir og myndbönd frá þeim fara tárin að renna. Tár gleði og kærleiks og ástar og fjölskyldu.
En þetta er lífið. Good and bad. Love you still.
Ætlaði nú að vakna í dag og hitta hina fjölskylduna mína, þeirri sem ég get verið fyllilega ég sjálf með, í trommuhring en líkaminn sagði NEI. Þarf að fara með hann í ræktina og infrarauðu sánuna og láta hann hreyfa sig. Held hann sé í smá sjokki yfir hitabreytingunum.
Namaste.
P.s. Allt í allt var ferðin mjög heilandi. Tryggvi bróðir faðmaði mig samtals þrisvar. Það er nú eitthvað!

No comments:
Post a Comment