Thursday, December 2, 2010

cha, cha, cha, changes...

... það nær varla nokkri átt hvað ég er búin að breytast mikið á 10 árum.

Hin tvítuga Svava hefði eflaust fundist hin 31s árs Svava vera hundleiðinleg. Bara mega leiðinleg dama sem er farin að taka útvarpið fram yfir sjónvarpið og þá ekki eitthvað eins og X-ið 97.7 heldur halló RUV og Rás 2. (Boring!)

Hin þrítuga Svava skilur ómögulega hina tvítugu Svövu og hvernig til dæmis hún gat alltaf verið í svörtum fötum. Það myndi aldrei ganga í dag. Og oj, hún reykti! OJ!!

En það er nú gaman að segja frá því að hin tvítuga Svava er ekki lengur til og komin er á sviðið allt önnur dama, reyndar með sama nafni.

Svona getur eitt líf tekið miklum stakkaskiptum.

Kiss kiss gamla Svava
og bless.

No comments: