Sunday, December 5, 2010

stupid is what stupid does

alveg finnst mér heimskulegt að vefja heilsusamlegum matvælum inn í hvítt fransbrauð og kalla það heilsubita.

Var í ferðalagi um helgina og vantaði nesti til að bíta í í jöklaferð. Ég gisti ekki heima hjá mér nóttina áður svo ég var ekki tilbúin með smurt nesti fyrir ferðina. Þess vegna stoppuðum við í N1 versluninni á Hvolsvelli til að kaupa samlokur og drykki. Samlokurnar og langlokurnar sem voru í boði voru svo sem smekklegar og girnilegar og ég keypti auðvitað heilsusamloku (af því ég er svo heilsusamleg.)

Svo endurfattaði ég í dag þvílík heimska þessar blessuðu heilsusamlokur sem eru til sölu í sjoppum eru. Ég held að þetta sé fyrirtækið Sóma sem smyr HVÍTT brauð með heilsusamlegu áleggi en frussar svo einhverri majonesdrullu yfir allt saman og lokar samlokunni með annarri hvítri brauðsneið.

Díses. Það eina sem hefur lækkað í verði á Íslandi af matvælum á síðustu árum er hvítt brauð. Einmitt vegna þess að það er fáránlega óhollt og næstum því gersneitt allri næringu.

Og af hverju, AF HVERJU, þarf svo drulla einhverju majonesógeði yfir allt saman í þokkabót?

Why? WHY???

No comments: