Sunday, December 26, 2010

hooked...

... on Stieg Larsson.

Sem er tímafrekt en æðislegt:) Tímafrekt af því að ég er "slow reader" og hef lítinn tíma til að lesa (er svona tvo mánuði með eina af þessum bókum; 500+ bls.) en æðislegt af því að ég dýrka þessar bækur. Ég get nú ekki kvartað yfir því hvað ég er lengi með bækurnar þar sem það þýðir að get notið þeirra lengur. Það er kannski aðallega það að aðrar bækur verða að bíða á meðan.. Ég tek Stieg Larsson bækurnar á bókasafninu og hef tvo mánuði til að lesa eina þar sem maður má framlengja einu sinni mánaðarleigu.)

Núna er ég á bók nr. 2 í þrenningunni/tríólógíunni. Stúlkan sem lék sér að eldinum heldur mér á tánum.

Maður elskar kvennabósann og rannsóknarblaðamanninn Mikael Blomkvist af ýmsum ástæðum og hún þessi Lisbeth Salender... hún er engum lík og það liggur við að maður sé smá skotin í henni líka... Maður vill allaveganna ekki að neitt slæmt hendi hana.














and I will keep on reading.

No comments: